Pétur Halldórsson, forstjóri S4S og Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna Advania.

07.11.2023

Hvernig verður góð vefverslun til?

Sjáðu upptöku af afar gagnlegum veffundi þar sem Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna, ræddi við Pétur Halldórsson, forstjóra S4S.

Netverslun hefur aukist svakalega síðustu ár og fest sig í sessi sem nauðsynlegur partur af verslunarrekstri. Fyrsti snertiflötur við viðskiptavini er oftar en ekki í vefverslun, óháð því hvar kaupin fara síðan fram. Þegar ný vefverslun er sett í loftið þarf að huga að mörgu til að hún skili sem bestum árangri, allt frá notendaupplifun til tenginga við birgðakerfi, og allt þar á milli.

En hvernig tryggjum við sú upplifun sem við náum að skapa í verslun þegar við erum með viðskiptavininn fyrir framan okkur, endurspeglist á vefnum? Hvernig fáum við viðskiptavininn til þess að koma aftur og aftur? Ef 73% viðskiptavina segjast tilbúnir að hætta að eiga viðskipti við fyrirtæki eftir aðeins eina slæma upplifun, hvernig komum við í veg fyrir það þegar við sjáum ekki framan í viðskiptavininn?

Efnisveita