Pétur Halldórsson, forstjóri S4S og Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna Advania.

Blogg - 7.11.2023 12:08:02

Hvernig verður góð vefverslun til?

Sjáðu upptöku af afar gagnlegum veffundi þar sem Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna, ræddi við Pétur Halldórsson, forstjóra S4S.

Netverslun hefur aukist svakalega síðustu ár og fest sig í sessi sem nauðsynlegur partur af verslunarrekstri. Fyrsti snertiflötur við viðskiptavini er oftar en ekki í vefverslun, óháð því hvar kaupin fara síðan fram. Þegar ný vefverslun er sett í loftið þarf að huga að mörgu til að hún skili sem bestum árangri, allt frá notendaupplifun til tenginga við birgðakerfi, og allt þar á milli.

En hvernig tryggjum við sú upplifun sem við náum að skapa í verslun þegar við erum með viðskiptavininn fyrir framan okkur, endurspeglist á vefnum? Hvernig fáum við viðskiptavininn til þess að koma aftur og aftur? Ef 73% viðskiptavina segjast tilbúnir að hætta að eiga viðskipti við fyrirtæki eftir aðeins eina slæma upplifun, hvernig komum við í veg fyrir það þegar við sjáum ekki framan í viðskiptavininn?

Fleiri fréttir

Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.