Högni Hallgrímsson, forstöðumaður Power Platform og gervigreindar hjá Advania

Fréttir - 25.9.2025 10:00:00

Mikill áhugi á sjálfvirkri framtíð með Copilot Studio

Yfir 280 viðskiptavinir mættu á morgunverðarfundinn Framtíðin er sjálfvirk - með Copilot Studio. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni en sýnt var frá viðburðinum í streymi á glæsilegri starfsstöð okkar á Akureyri og einnig á Egilsstöðum.

Á viðburðinum var farið yfir það hvernig þú getur nýtt þér Power Platform og Copilot Studio til að sjálfvirknivæða ferla og létta á daglegum verkefnum. Þar sem færri komust að en vildu höfum við nú birt upptöku frá viðburðinum á vefnum okkar. Allir sem skrá sig geta horft á erindin, algjörlega að kostnaðarlausu.

Högni Hallgrímsson, forstöðumaður Power Platform og gervigreindar, hélt erindið Hraðari lausnir, minna flækjustig og meiri kostnaður. Í þessum fyrirlestri sýndi hann hvernig low-code lausnir í Power Platform einfalda ferla, stytta leiðina frá hugmynd að lausn og lækka tilheyrandi kostnað — án þess að fórna öryggi, stýringu eða skalanleika. Farið var yfir hvað er nýtt og næst í Power Platform og sýnd voru raunveruleg dæmi um vörur sem hægt er að byrja að nota strax í dag.

Andri Már Helgason, vörustjóri Power Platform, ræddi það hvernig Copilot Studio er að fara að breyta leiknum. Andri fór yfir það hvernig þessi nýja lausn frá Microsoft breytir nálgun okkar á sjálfvirkni og samtalsviðmót. Fjallað var um það hvernig gervigreind og einfaldar uppsetningar gera fyrirtækjum kleift að þróa snjallar lausnir án flókinnar forritunarkunnáttu. Einnig voru tekin sýnidæmi um hvernig Copilot Studio getur tekið yfir endurtekna vinnu, stutt við þjónustu og aukið afköst – og hvernig Advania nýtir tækni sem þessa til að skapa virði fyrir viðskiptavini.

Viktor Steinarsson, deildarstjóri Power Platform og gervigreindar, fór yfir það hvernig Advania nýtir Power Platform til að styðja viðskiptavini í að ná árangri – bæði með ráðgjöf og tilbúnum lausnum. Kynntar voru helstu vörur í Power Platform og hvernig þær geta verið lykilverkfæri í sjálfvirknivæðingu og þróun snjallra lausna.

Fundarstjóri viðburðarins var Sigfús Jónasson, sölustjóri Power Platform og gervigreindar hjá Advania.

Högni Hallgrímsson, Andri Már Helgason, Viktor Steinarsson og Sigfús Jónasson.

Högni Hallgrímsson, Andri Már Helgason, Viktor Steinarsson og Sigfús Jónasson.

Vinnustofur Advania

Advania býður upp á klukkutíma vinnustofu þar sem við setjumst niður með þér og greinum hvar tækifærin í þínum rekstri liggja til umbóta, hvort sem er með tilbúnum eða sérsniðnum lausnum.

Kynntu þér málið á vefnum og skráðu þig á lista. Við heyrum svo í þér með næstu skref.

Nýr Power Plaform vefur

Við höfum tekið í gagnið upplýsingavef með fréttum af því helsta sem er að frétta í heimi Power Platform hjá Microsoft, fréttum úr starfsemi Advania varðand Power Platform og upplýsingar um þær lausnir sem Advania býður upp á.

Við hvetjum þig til að kíkja á vefinn og kynna þér allt það sem er í gangi.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.