Viðburðurinn fer fram í Kaldalóni, Hörpu

27.08.2024

NVIDIA og Dell leiða hesta sína saman á Íslandi

Haustráðstefna Advania nálgast óðfluga. Fjöldinn allur af fríum hliðarviðburðum er á dagskrá í kringum ráðstefnuna - þar á meðal alveg gríðarlega spennandi fyrirlestraröð á vegum Dell og NVIDA.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Viðfangsefnið? Nú auðvitað gervigreind

Það kemur trúlega engum á óvart að viðfangsefnið er tæknin sem er að umbylta heiminum. Þrír fyrirlesara koma til landsins og tala á praktískum nótum um hvernig vinnustaðir geta nýtt gervigreind í sínum rekstri, og hvernig þeir ættu að vera að undirbúa sig undir það sem koma skal.

Frítt er á viðburðinn og fer hann fram á undan aðaldagskrá Haustráðstefnu Advania, fimmtudaginn 5. september. Þetta er því kjörið tækifæri til að byrja daginn snemma með gagnlegum fyrirlestrum og ljúffengum kaffibolla - hvort sem þú átt miða á ráðstefnuna eður ei.

Simplify your AI journey

Jette Hansen, forstöðumaður frá Dell Technologies, mun ræða um hvernig hægt er að nýta gervigreind til að bæta árangur fyrirtækja. Hún mun deila dæmum um hvernig fyrirtæki hafa náð árangri með gervigreind og útskýra um leið fyrir okkur hvað AI Factory er.

Empowering Enterprise AI: Unleashing Generative AI with NVIDIA & DELL

Danny Kiernan, stjórnandi hjá NVIDIA, mun fjalla um samstarf NVIDIA og Dell. Hvernig fyrirtækin vinna saman við að byggja upp á háþróaða AI innviði og hvernig sú vinna er þegar farin að styrkja fyrirtæki í sínum daglegum rekstri.

Meet the Future of Computing with Dell AI PCs

Øivind Staveli, frá Dell í Noregi, mun kynna framtíð tölvutækni með gervigreind. Svokallaðar AI PC's. Hann mun sýna með dæmum hvernig Dell getur hjálpað fyrirtækjum að nýta þessa nýju tækni og útskýrt hvort tíminn sé kominn til að huga að breytingum.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.