Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson eru nýir stjórnendur hjá rekstrarlausnum Advania. Mynd: Auður Arna / Advania

13.03.2023

Nýir stjórnendur hjá rekstrarlausnum Advania

Árni Jón Eggertsson og Þorvaldur Jón Henningsson hafa tekið til starfa hjá rekstrarlausnum Advania.

Árni Jón er nýr tækni- og þjónustustjóri á rekstrarlausnasviði Advania. Hann er hagfræðingur að mennt með áralanga reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hann starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri skýja- og rekstrarlausna Opinna kerfa og framkvæmdastjóri Reykjavík DC gagnaversins. Hann hefur einnig unnið hjá Skyggni, Skýrr og Íbúðalánasjóði.

„Advania hefur verið leiðandi fyrirtæki á þessu sviði um langa hríð og það er gaman að ganga til liðs við svona öflugan hóp fagfólks. Þegar ég hóf störf í þessum geira heyrði það til undantekninga að útvista rekstri upplýsingakerfa en með aukinni sjálfvirkni- og skýjavæðingu er staðan allt önnur. Kvikt rekstrarumherfi kallar á lausnir sem skalast upp og niður eftir umfangi hvers og eins. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á þessu sviði og vinna náið með viðskiptavinum Advania,” segir Árni Jón.

Þorvaldur Jón Henningsson deildarstjóri leiðir nú einingu innan rekstrarlausna sem fer meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum. Þorvaldur hefur rúmlega 20 ára stjórnunarreynslu úr upplýsingatækni og víðtæka stjórnunarreynslu á alþjóðavettvangi. Hann starfaði síðast sem forstöðumaður netöryggisþjónustu Deloitte í Belgíu. Þorvaldur er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands þar sem hann hefur jafnframt verið stundakennari undanfarin ár.

„Það er mér sönn ánægja að ganga til liðs við Advania, enda hefur fyrirtækið skýra sýn á þjónustuhlutverk sitt og metnað til að vera í fararbroddi við að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná árangri með tækninni. Ég hlakka mikið til að vinna með einstaklega hæfu starfsfólki fyrirtækisins að frekari framförum,” segir Þorvaldur Jón.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.