Fréttir - 1.10.2025 07:00:00

Öryggisoktóber hjá Advania

Í Öryggisoktóber ætlum við hjá Advania að bjóða upp á einn morgunverðarfund og þrjá veffundi þar sem öryggismál eru í fyrirrúmi.

Öryggi í takt við tímann

Miðvikudaginn 8. október bjóðum við til viðburðarins Öryggi í takt við tímann: Hagnýtar nálganir í síbreytilegu landslagi.  Gagnagíslatökur, fyrirmælasvik, netveiðar, DDoS árásir, þekktir veikleikar og öryggi einstakra kerfa. Hvar misstir þú þráðinn?

Á þessum fundi munum við fara aftur í kjarnann, hvað skiptir máli og hvernig fyrirtæki geta nálgast öryggismál á raunhæfan hátt. Fundurinn er haldinn í Guðrúnartúni 10 en einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi frá starfsstöð okkar á Akureyri.

Við heyrum frá sérfræðingum stórra fyrirtækja auk Advania, sem deila reynslu og aðferðarfræði til að greina aðalatriðin frá aukaatriðum. Stafrænt öryggi er lífsnauðsynlegt fyrir langflest fyrirtæki, en það þýðir ekki að það þurfi að umbreyta allri starfsemi til að ná árangri.

Dagskrá:

Að stjórna netöryggi án þess að skilja það

- Óskar Ingi Magnússon, deildarstjóri stafrænnar tækni og greininga hjá Ölgerðinni

Öryggi án reksturs er rekstur án öryggis

- Bjarki Traustason, öryggisráðgjafi hjá Advania

Netöryggi okkar allra

- Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania

Í lok fundar ættu gestir að hafa skýra mynd af því hvað er brýnast fyrir þeirra fyrirtæki, auk þess að fá verkfæri til þess að taka öryggismálin upp á næsta stig.

Opnir veffundir í beinni útsendingu

Þann 16. október höldum við veffundinn Frá áskorun til árangurs – Advania leiðin að NIS2 og DORA þar sem fram koma Hafsteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania og Hildur Sif Haraldsdóttir yfirlögfræðingur Advania.

Viku síðar mun Arnar Ágústsson fá til sín í upptökuverið þá Aðalstein Jónsson netöryggissérfræðing hjá CERT-IS og Jóhann Þór Kristþórsson forstjóra og meðstofnanda Ambaga en allir þrír komu fram á Haustráðstefnu Advania í síðasta mánuði.

Á þriðja veffundinum, þann 30. október, ætlar Guðmundur Arnar Sigmundsson að ræða um netöryggisseiglu og ógnarveiðar. Hvað þýða þessi hugtök, hvernig tengjast þau og hvernig varpast þau yfir á almenna notendur upplýsingatæknikerfa sem og rekstaraðila.

Skráning á veffundina verður auglýst þegar nær dregur.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.