30.09.2024

Öryggisoktóber hjá Advania

Í dag hefst Öryggisoktóber en á hverju ári eru öryggismál sett í sviðsljósið í þessum mánuði. Við hjá Advania hefjum Öryggisoktóber í ár á veffundi um netógnir í beinni útsendingu í dag, þriðjudaginn 1. október, á slaginu klukkan 10. Það verður einnig ýmislegt annað í gangi þegar kemur að fræðslu í Öryggisoktóber.

Veffundur um netógnir

Netöryggi var eitt af lykilviðfangsefnum Haustráðstefnu Advania í ár. Við fylgjum því eftir með þessum veffundi með tveimur fyrirlesurum ráðstefnunnar. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS fór í erindi sínu Netógnarmynd fyrir Ísland yfir stöðumat CERT-IS vegna helstu netógna er herja á Norðurlöndin og Evrópu. Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá rekstrarlausnum Advania talaði í Hörpu um það af hverju netöryggi á alls ekki að vera drama eins og í Hollywood bíómyndunum en erindi hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Á þessum fundi köfum við enn dýpra inn í netöryggismálin. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum

Þann 15. október höldum við veffundinn Skjöldur – Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum þar sem við fjöllum um Skjöld, SOC (Security Operations Center) þjónustu Advania. Á þessum veffundi fáum við til okkar öryggisráðgjafann Bjarka Traustason, sem mun fara yfir þrjá meginþætti Skjaldar: vörn, vöktun og viðbragð. Við munum fá innsýn í mikilvægi hvers þáttar fyrir öryggismál fyrirtækja og hvernig Skjöldur er að vernda íslensk fyrirtæki gegn netárásum. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Öryggisráðstefna á Hilton

Við lokum Öryggisoktóber með ráðstefnu um netöryggismál þann 30. október á Hilton.

Skráning er nú þegar hafin og nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.