Edit Ómarsdóttir deildarstjóri hjá sérlausnum Advania

18.06.2024

Sérsniðin vefverslun sem sker sig úr fjöldanum

Shopify er eitt vinsælasta og þekktasta vefverslunarkerfið á Íslandi í dag. Hydrogen frá Shopify býður viðskiptavinum upp á að smíða sérsniðnar vefverslanir með miklum sveigjanleika og afköstum, byggðar á öflugu vefverslunarkerfi Shopify.

„Kosturinn við  þessa lausn er  að viðskiptavinurinn nær að skera sig úr öðrum Shopify verslunum,“ segir Edit Ómarsdóttir deildarstjóri hjá Advania. Sérsniðið viðmót (e. storefront) tryggir einstaka notendaupplifun sem er sniðin að vörumerki fyrirtækis. Lausnin býður upp á persónulegri hönnun, bættri þátttöku notenda og betri framsetningu á vörum og þjónustu, sem eykur sýnileika á netinu og ánægju viðskiptavina.

„Shopify Hydrogen er fyrir þau sem vilja einfaldari vefverslanir í umhverfi sem er sérsniðið að þeirra þörfum, kröfum og væntingum. Shopify Hydrogen er líka fyrir þau sem leggja mikið upp úr upplifun viðskiptavina sinna.“

Shopify Hydrogen er hannað fyrir þróunaraðila sem vilja smíða mjög sérsniðnar vefverslanir frá grunni. Hydrogen býður upp á fullkomið frelsi til að hanna og þróa einstakar verslanir með miklum sveigjanleika og sérsniðni, en krefst meiri tæknilegrar þekkingar og vinnu. Advania er að þjónusta viðskiptavini með framendaforritun á þessari lausn.

Fullkomin samþætting við Shopify

„Til þess að nota Shopify Hydrogen þarf viðskiptavinur að vera með bókhaldskerfi og virkan samning við greiðslukerfi. Viðskiptavinurinn þarf að vera með hönnun, en Advania getur beint fólki í rétta átt. Við hjá Advania smíðum framendann og Shopify sér svo um rest.“

Kostirnir við Shopify Hydrogen er hraðinn, einföld og hröð uppsetning, fullkomin samþætting við Shopify, sérsniðnar lausnir, nýjasta tækni og svo betri leitarvélarniðurstöður og aðgengi.

Shopify Hydrogen hleðst á augabragði og tryggir þannig ánægju viðskiptavina með hraðara viðmóti og aukinni sölu. Með Hydrogen getur þú sérsniðið vefverslunina þína að fullu og búið til einstaka upplifun fyrir viðskiptavini. Hydrogen býður upp á tilbúnar einingar til að flýta fyrir uppsetningu og hjálpa þér að koma vefversluninni í gang á stuttum tíma.

Hydrogen Shopify einfaldar stjórnun á vörum og pöntunum. Hydrogen notar nýjustu vefþróunartækni til að bæta biðtíma og upplifun viðskiptavina. Hydrogen eykur sýnileika í leitarvélum og tryggir aðgengi fyrir alla, sem skilar sér í fleiri heimsóknum  og aukinni sölu.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.