Fréttir - 4.9.2023 17:20:49

Sigurður nýr forstjóri Advania í Danmörku

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstarlausna hjá Advania á Íslandi.

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann hefur verið í lykilstjórnendahópi Advania á Íslandi síðustu 8 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri rekstarlausna. Sigurður hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni.

“Sigurður hefur víðtæka reynslu í upplýsingatækni og hefur átt farsælan feril sem lykilstjórnandi hjá Advania. Ferill hans hjá fyrirtækinu hefur sýnt getu hans til að knýja fram arðbæran vöxt og er ég þess fullviss að Sigurður mun leiða áframhaldandi uppbyggingu og sókn Advania í Danmörku.” segir Hege Støre forstjóri Advania samstæðunnar.

Advania í Danmörku er systurfélag Advania á Íslandi. Advania samstæðan er með aðsetur í öllum Norðurlöndum ásamt Bretlandi. Heildarstarfsmannafjöldi samstæðurnar telur 4.700 starfsfólk.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.