Sjáðu stemninguna á Haustráðstefnu Advania 2024
Fullt var út úr dyrum á aðaldagskrá þrítugustu Haustráðstefnu Advania í Silfurbergi Hörpu á fimmtudag. Ægir Már Þórisson forstjóri Advania steig fyrstur á svið eftir að Michael Dell, stofnandi og forstjóri Dell Technologies, ávarpaði ráðstefnuna frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og þakkaði fyrir samstarfið við Advania sem nær yfir hartnær 30 ár.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania
Við hófum dagskrána á gervigreindinni þar sem Nina Schick hélt aðalfyrirlestur og svaraði svo spurningum áhorfenda í sal í umræðum á sviði með Josh Klein. Renen Hallak og Kit Ingversen ræddu bæði hvernig fyrirtæki gætu nýtt sér krafta gervigreindarinnar. Hilmar Veigar Pétursson fór yfir sögu EVE Online og Olöf Grandstom ræddi bjartari framtíð með gervigreind og sjálfbærni að vopni. Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir fræddi áhorfendur um Space Solar verkefnið og Adeline Tracz sagði frá stafrænni vegferð Landspítalans.
Óttar Kolbeinsson Proppé stýrði áhugaverðum pallborðsumræðum um íslensku og gervigreind þar sem fram komu áhugaverðar vangaveltur um máltækni. Marco Eggerling fjallaði um netglæpi og Arnar Ágústsson hélt virkilega eftirtektarverðan fyrirlestur um netöryggi. Daniel Kiernan og Stewart Wilson um hvernig hægt er að efla afkomu fyrirtækja og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lokaði svo ráðstefnunni. Yfir allan daginn fóru einnig fram hliðarviðburðir í smærri sölum. Ráðstefnan endaði svo á ljúfum tónum frá GDRN og DJ Dóru Júlíu þar sem gestum ráðstefnunnar gafst kostur á tengslamyndun og að kynna sér fyrirtæki á sýningarsvæðinu í Norðurljósasal Hörpu. Ráðstefnugestir í Hörpu munu síðar hafa aðgang að upptökum frá aðaldagskránni.
Uppselt var á Haustráðstefnuna í ár og komust færri að en vildu. Skráning er nú þegar hafin á næstu Haustráðstefnu Advania sem fer fram dagana 3. og 4. september 2025. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá stutt brot frá ráðstefnunni í ár.
Á miðvikudaginn fór fram vefhluti ráðstefnunnar. 16 fyrirlesarar héldu þar áhugaverð erindi tengd gervigreind, sjálfbærni, öryggismálum og fleiru.
Upptökur frá vefráðstefnunni eru aðgengilegar öllum.