Microsoft, Nýjasta nýtt - 13.07.2022

Sjálfbærara Advania með Microsoft

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni. Advania er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í þessu verkefni Microsoft. 

Yfirlýsingin tekur á fimm áhersluatriðum sem Advania hyggst leggja frekari áherslu á í sjálfbærnivegferð sinni. Þau eru stafræn hæfni, sjálfbærni, ábyrg og siðferðisleg gervigreind, netöryggi og inngilding og fjölbreytileiki. Þessar áherslur falla vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem að eru leiðarvísir sjálbærnisstefnu Advania.   

Microsoft biðlar til þeirra samstarfsaðila sem skrifa undir viljayfirlýsinguna að velja sér áhersluverkefni og Advania hefur valið að leggja mesta áherslu á netöryggi. Advania vinnur að því að vera leiðandi á því sviði og að stuðla að vitundarvakningu um öryggi meðal starfsfólks og viðskiptavina sinna. 

Sem samstarfsaðili að Microsoft Partner Pledge skuldbindur Advania sig í að taka þátt í Microsoft Sustainability Summit á tveggja ára fresti. Til þess að læra af öðrum og leggja línunrnar fyrir framtíðina.  

Kynntu þér Microsoft hjá Advania  og meira um sjálfbærnistefnu Advania má lesa hér.

Efnisveita

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.
Um tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni hyggjast ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum.
Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.
Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.
Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Platínum partner 2022 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin hér heima í Hörpu.
Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.