Blogg, Microsoft, Nýjasta nýtt - 13.7.2022 11:17:12

Sjálfbærara Advania með Microsoft

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni. Advania er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í þessu verkefni Microsoft.

Yfirlýsingin tekur á fimm áhersluatriðum sem Advania hyggst leggja frekari áherslu á í sjálfbærnivegferð sinni. Þau eru stafræn hæfni, sjálfbærni, ábyrg og siðferðisleg gervigreind, netöryggi og inngilding og fjölbreytileiki. Þessar áherslur falla vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem að eru leiðarvísir sjálbærnisstefnu Advania.

Microsoft biðlar til þeirra samstarfsaðila sem skrifa undir viljayfirlýsinguna að velja sér áhersluverkefni og Advania hefur valið að leggja mesta áherslu á netöryggi. Advania vinnur að því að vera leiðandi á því sviði og að stuðla að vitundarvakningu um öryggi meðal starfsfólks og viðskiptavina sinna.

Sem samstarfsaðili að Microsoft Partner Pledge skuldbindur Advania sig í að taka þátt í Microsoft Sustainability Summit á tveggja ára fresti. Til þess að læra af öðrum og leggja línunrnar fyrir framtíðina.

Kynntu þér Microsoft hjá Advania  og meira um sjálfbærnistefnu Advania má lesa hér.

Fleiri fréttir

Blogg
18.09.2025
Það var líflegt andrúmsloft á skrifstofu Advania á Akureyri þegar gestir komu saman í dag til að kynna sér nýjustu lausnir í netöryggi, fjarfundabúnaði og tölvubúnaði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin eftir því. Skemmtilegur morgunn þar sem tæknin var í forgrunni.
Blogg
18.09.2025
Í nýjustu útgáfu American Customer Satisfaction Index (ACSI) fyrir árið 2025 kemur fram að almenn ánægja viðskiptavina með tölvur hefur dalað lítillega á milli ára. Þrátt fyrir þessa þróun sker Dell sig úr sem eina vörumerkið þar sem ánægja viðskiptavina eykst.
Blogg
17.09.2025
Í daglegu lífi okkar erum við stöðugt umkringd tölvubúnaði sem uppfærist hratt með nýrri tækni. Þessi hraði veldur oft því að búnaður verður úreltur áður en hann hefur náð fullum líftíma sínum. Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu tölvubúnaðar og tryggja að úreltur búnaður sé fargað á öruggan og ábyrgan hátt.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.