Hege Støre, CEO hjá Advania Group

08.06.2023

Sjálfbærniskýrsla Advania fyrir 2022 gefin út

2022 einkenndist af tvöföldun Advania og aukinni áherslu á sjálfbærni.

Advania Group hefur gefið út sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2022. Skýrslan er yfirgripsmikil og nær yfir alla samsteypuna. Skýrslan lýsir sameiginlegri stefnu Advania um sjálfbærni og hvernig hvert land hefur skuldbundið sig til að ná metnaðarfullum markmiðum. Mikill vöxtur einkenndi árið 2022 en félagið tvöfaldaðist í stærð á sama tíma og aukin áhersla var lögð á sjálfbærni og að viðhalda góðri vinnustaðamenningu.

Hege Støre, CEO hjá Advania Group fer hér yfir nokkur mikilvæg atriði og áherslur í sjálfbærnimálum Advania samsteypunnar.

Helstu atriði sem Advania Ísland lagði áherslu á árið 2022

Advania Ísland skuldbindur sig að setja losunarmarkmið sem byggja á vísindalegum viðmiðum (e. Science Based Targets). Mikil vinna á árinu fór í að ná utan um alla losun vegna starfseminnar og fá losunarmarkmið okkar samþykkt af Science Based Target initiative (SBTi). Þetta er langt ferli sem við náðum ekki að klára á árinu, en umsóknin hefur verið send inn og bíða markmiðin því samþykktar á árinu 2023.

Mesta losun Advania á Íslandi er óbein vegna aðkeyptra vara og þjónustu, þá sérstaklega vegna tölvubúnaðar sem við seljum. Það fylgir töluverð losun framleiðslu á tölvubúnaði og mikilvægt að við séum í nánu samtali við okkar birgja hvernig hægt er að draga úr henni.

Önnur umhverfisáhrif sem fylgja tölvubúnaði, er hvað verður um búnaðinn þegar fyrsta líftíma hans er lokið. Rafrusl (e. e-waste) er sá sorpflokkur sem vex hvað hraðast í heiminum í dag. Það er mikilvægt að koma búnaði í endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu og Advania getur hjálpað viðskiptavinum sínum við að koma búnaði aftur í hringrás.

Advania beitti sér sérstaklega fyrir því að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á árinu 2022. Konur eru einungis fjórðungur af þeim sem starfa í upplýsingatækni á Íslandi í dag og útskriftarhlutfall þeirra úr tækninámi svipað eða lægra. Við vildum nálgast vandamálið frá víðara samhengi. Vandamálið fæst ekki leyst ef öll upplýsingatæknifyrirtæki eru eingöngu að huga að sínum markmiðum og að rétta við sitt kynjahlutfall, t.d. með því að ráða konur frá öðrum UT fyrirtækjum. Þetta er sameiginlegt vandamál sem við teljum að þurfi sameiginlega lausn. Lesa má um sameiginlegt átaksverkefni unnið í samstarfi við Vertonet, félag kvenna og kvára í upplýsingatækni í sjálfbærniskýrslunni.

Sjálfbærniskýrsla Advania fyrir árið 2022 er komin út. Lestu meira um verkefnin og stöðuna okkar í sjálfbærnimálum í skýrslunni.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.