Advania/Jón Snær Ragnarsson

23.05.2024

Sjálfbærniskýrsla Advania fyrir árið 2023

Advania Group hefur gefið út sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2023. Skýrslan er yfirgripsmikil og nær yfir alla samstæðuna. Skýrslan lýsir sameiginlegri stefnu Advania um sjálfbærni og framgangi hjá hvernig hverju landi fyrir sig að ná markmiðum sínum.

Helstu atriði sem Advania Ísland lagði áherslu á árið 2023

SBTi samþykki

Advania á Íslandi náði markmiði sínu að fá losunarmarkmið félagsins samþykkt af Science Based Targets initiative (e. SBTi) á árinu. En markmið Advania hlutu samþykki í október 2023, Advania varð því fyrsta stóra fyrirtækið á sviði upplýsingatækni á Íslandi til að fá losunarmarkmið sín samþykkt af SBTi. SBTi eru alþjóðleg samtök og hafa þann tilgang að staðfesta markmið og aðgerðaáætlanir fyrirtækja og stofnanna og að þær séu í samræmi við það sem loftslagsvísindi skilgreina nauðsynlegt til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.

Hringrás búnaðar

Mesta losun Advania er óbein vegna aðkeyptra vara og þjónustu, þá sérstaklega vegna tölvubúnaðar sem við seljum. Það fylgir töluverð losun framleiðslu á tölvubúnaði og mikilvægt að við séum í nánu samtali við okkar birgja hvernig hægt er að draga úr henni.

Önnur umhverfisáhrif sem fylgja tölvubúnaði, verða til í lok líftíma hans. Rafrusl (e. e-waste) er sá sorpflokkur sem vex hvað hraðast í heiminum í dag. Það er mikilvægt að koma búnaði í endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu og Advania getur hjálpað viðskiptavinum sínum við að koma búnaði aftur í hringrás.

30% markmiðinu náð

Advania hefur beitt sér sérstaklega fyrir að auka hlut kvenna innan upplýsingatækni, þá bæði innanhús með markvissum aðgerðum að auka hlut kvenna innan raða Advania en einnig út á við. Advania náði að auka hlutfall kvenna á öllum mælikvörðum á árinu 2023. Advania náði markmiði sínu að að ná 30% hlut kvenna í heildarkynjahlutfalli fyrirtækisins en náði einnig að auka hlutfall kvenna í tæknistörfum, stjórnendastörfum og í framkvæmdastjórn. Advania fékk viðurkenningu frá Jafnvægisvog FKA fyrir hlutfall sitt í framkvæmdastjórn.

Leiðtoganám stjórnenda

Stjórnendur Advania fóru í gegnum 10 mánaða leiðtoganám sem var haldið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík þar sem voru keyrð 14 námskeið um mismunandi fræðigreinar þar á meðal sjálfbærni fyrirtækja og jafnréttismál og inngildingu á vinnustað.

„Sjálfbærniskýrsla Advania fyrir árið 2023 veitir innsýn í yfirgripsmikla og fjölbreytta vinnu samkvæmt sjálfbærnistefnu okkar í öllum þeim löndum sem Advania starfar í. Skýrslan er samansafn mælikvarða, markmiða og útskýringa á því sem hefur átt sér stað síðastliðið ár. Í samhengi Advania á Íslandi einkenndist árið 2023 af samþykki á losunarmarkmið okkar af Science Based Targets initiative, árangri í að auka hlut kvenna hjá félaginu og að nýta tæknina til að draga úr sóun,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir forstöðumaður sjálfbærni Advania.

Hege Støre, forstjóri Advania-samsteypunnar, fer hér yfir nokkur mikilvæg atriði og áherslur í sjálfbærnimálum Advania samsteypunnar.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.