Blogg, Nýjasta nýtt - 29.03.2022

Skiptir stærð fyrirtækja máli í skýinu?

Högni Hallgrímsson, forstöðumaður á viðskiptalausnasviði Advania, skrifar: 

Helsti þröskuldur fyrir stærri félög er gagnamagn og kostnaður við það. Áður fyrr var það raunverulegt vandamál fyrir Business Central í skýinu, þegar stærð gagnagrunnsins var bundin við 80 Gb og aukapláss reyndist dýrt. Í dag hefur þetta verið leyst af Microsoft með nýrri nálgun og ódýrara viðbótarplássi. Stærð hverrar Business Central uppsetningar í skýinu er nú háð fjölda notenda þannig að við grunnstærðina 80Gb bætast við 2 Gb fyrir hvern notanda. Með þessari nálgun er stærðarvandamálið leyst fyrir nær öll félög þar sem gagnamagnið skalast upp með fjölda notenda.
Ef í einhverjum tilfellum þarf meira geymslumagn eru í boði viðbætur á viðráðanlegu verði sem hægt er að nýta sér, bæði í smærri og stærri skömmtum.

Hvernig eru afköstin þegar notendafjöldi og gögn eru meira en gengur og gerist, ræður Business Central í skýinu við það ?

Stutta svarið er já, Business Central í skýinu ræður við það og þetta eru hlutir sem Microsoft hefur lagt mikla vinnu og metnað í að gera sem best. Í grunninn eru tveir hlutir sem geta haft áhrif á afköst, fjöldi notenda/aðgerða annars vegar og gagnamagn hins vegar.

Á báðum vígstöðvum bregst Business Central í skýinu við auknu álagi og skalar umhverfið upp til þess að notandinn verði ekki var við það ef álag eykst. Hér koma kostir skýjalausna klárlega í ljós, allt þetta gerist sjálfvirkt án þess að mannshöndin komi nálægt. Brugðist er við strax en ekki þegar kerfisstjórinn fær kvörtun.

Álag og geta kerfisins er vel skráð hjá Microsoft svo bregðast megi við og halda áfram að betrumbæta. Í dag eru 99,7 % af öllum fyrirspurnum afgreiddar á fullum afköstum. Þau fáu tilfelli sem ekki falla þarna undir eru afgreidd en bara ekki á 100% afköstum. Það má líkja þessu við að lenda á rauðu ljósi og komast áfram strax á næsta græna. 99,7% samsvarar þá kannski að lenda á rauðu ljósi 2-3 í viku. í Markmiðin eru að gera enn betur og er stefnt á 99,95% sem er sambærilegt því að lenda á rauðu ljósi aðra hvora viku. s.

Hér eru nokkur raunveruleg dæmi um því hvað Business Central í skýinu getur gert:

-Félag með yfir 1000 notendur

-Gagnamagn upp á 400 Gb

-82.000 notendaaðgerðir á klukkustund

-2.700.000 vefþjónustukalla á dag

-6000 bókaðir sölureikningar á dag

-Tugþúsundir fyrirtækja nota Business Central í skýinu.

Stærð fyrirtækja mun því ekki aftra neinum í Business Central í skýinu. Ef þú vilt fræðast meira um það og skoða möguleika þíns vinnustaðar er ég alltaf til í að spjalla og svara spurningum. Endilega sendið mér línu á hogni.hallgrimsson@advania.is 

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.