Evolve2 Buds, frábær þráðlaus heyrnartól í fjarvinnuna
13.03.2023Spennandi nýjungar frá Jabra
Margir þekkja vinsælu heyrnartólin frá Jabra, sem eru þekkt fyrir gæði og þægindi. Jabra er dansk vörumerki í eigu GN Audio sem sérhæfir sig í hljóðbúnaði og nú einnig í myndfundakerfum. Advania hefur átt í farsælu samstarfi við Jabra til margra ára og mun halda áfram að bjóða upp á vandaðar vörur frá þessu verðlaunaða fyrirtæki.
Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna
EVOLVE2 BUDS
Með réttri tækni getur þú unnið þaðan sem dagurinn leiðir þig!
Evolve2 Buds eru meðfærileg hágæða heyrnartól sem eru frábær bæði á skrifstofunni og á ferðinni. Heyrnartólin passa vel í eyrun þrátt fyrir að vera mjög lítil og eru bæði vatns- og rykheld (IP57) svo hægt er að nota þau bæði úti og inni.
Jabra MultiSensor Voice™ tæknin sér til þess að hljóðið frá hljóðnemunum er frábært hvort sem þú ert við borðið, gangandi um skrifstofuna eða úti í rokinu. Hljóðið í hátölurum er með noise-isolating og Active Noise Cancellation (ANC) til þess að útiloka hávaða í kringum þig. Einnig er séstök HearThrough tækni í boði ef þú vilt hlusta á umhverfishljóð. Að auki hefur Jabra hannað Jabra SafeTone™ og PeakStop™ til þess að vernda heyrnina.
Frábær ending á rafhlöðu eða allt að 33 tímar en hægt er að hlaða fyrir yfir klukkutíma notkun á 5 mínútum með annað hvort snúru eða þráðlausri hleðslu.
Heyrnartólin nota Bluetooth 5,2 staðalinn og er hægt að para við allt að 8 tæki og nota 2 tæki í einu með 20m drægni. Það fylgir einnig USB sendir fyrir tölvuna sem auðveldar tengingu.
Heyrnartólin eru með vottun fyrir Microsoft Teams.

Evolve2 Buds MS m/ Link 380a
Evolve2 Buds MS eru hágæða tappa heyrnatól frá Jabra með ótrúlegum hljómgæðum.


Evolve2 Buds MS m/ Link 380a Þráðlaus hleðsla
Evolve2 Buds MS eru hágæða tappa heyrnatól frá Jabra með ótrúlegum hljómgæðum. Pad fylgir til þess að hlaða þráðlaust.

Jabra Panacast 20 Vefmyndavél
Jabra Panacast 20 vefmyndavélin er lítil og nett en með frábærum eiginleikum eins og gervigreind (AI), sem gerir fjarfundaupplifuna eins góða og mögulegt er. Myndavélin er 13-Megapixla 4K Ultra-HD. Það eru 3 MEMS HD hljóðnemar á vélinni ef þú ert ekki með Jabra heyrnartólin eða hátalarann með þér.
Gervigreindin sér til þess að myndin sé góð í flestum birtuskilyrðum og stillist sjálfkrafa jafnóðum. Vefmyndavélin sendir frá sér 2 myndstrauma í einu og þannig getur hún sent frá sér mynd í mynd, nærmynd og heildarmyndina. Öll myndvinnslan fer fram í vélinni sjálfri sem gerir hana mun öruggari en annars. Einnig er lok á myndavélinni sem er hægt að nota til þess að loka fyrir linsuna þegar hún er ekki í notkun.
Panacast 20 kemur í snyrtilegu hulstri sem ver myndavélina fyrir hnjaski þannig að þú getur ferðast með hana hvert sem er.
Myndavélin hentar sérstaklega vel með Jabra heyrnartólunum og fundahátölurunum.
- Gervigreind til að bæta myndgæði
- Hámarks myndgæði - 4K Ultra-HD video
- Auðveldar samvinnu
- Sveigjanleg, létt og meðfærileg

Jabra PanaCast 20 4K - AI vefmyndavél með hulstri
Hágæða fyrirferðalítil vefmyndavél með 4K Ultra HD myndgæði, snjöllum aðdrætti, snjallri lýsingu fínstillingu, mynd-í-mynd stillingu og fleira.
Myndavélin kemur með loki á myndavélina og tösku.
