Fréttir - 21.3.2025 12:16:22

Stefnumótandi innsýn, tengslamyndun og nýjustu rannsóknir á ferðaþjónustuviðburði

Sérfræðingar í ferðaþjónustu á Íslandi deila nýjustu rannsóknum, þróun og stefnumótandi innsýn á morgunverðarfundi í höfuðstöðvum Advania í næstu viku.

Á viðburðinum Tækni og straumar í ferðaþjónustu þann 25. mars gefst ferðaþjónustuaðilum og öllum áhugasömum tækifæri til að læra meira um það hvernig tæknin er að umbreyta greininni. Þar verður einnig hægt að heyra reynslusögur og fá innblástur til að bæta eigin rekstur.

Þetta er kjörið tækifæri til þess að tengjast öðrum í greininni, deila hugmyndum og byggja upp tengslanet sem getur verið dýrmætt fyrir framtíðar samstarf og þróun. Húsið opnar kl. 8:30 og dagskrá hefst stundvíslega kl. 9:00.

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar segir okkur frá stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar frá sjónarhóli framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar, sem getur veitt dýrmæta stefnumótandi innsýn og hugmyndir um

Gunnar Þór Jóhannesson prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Magnús Haukur Ásgeirsson aðjúnkt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands veita innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun í tækni innan ferðaþjónustunnar, sem getur hjálpað fyrirtækjum að vera í fararbroddi og nýta nýjustu tækni til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina.

Torfi Stefán Jónsson fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum segir frá sinni reynslu við að byrja að nota nýja bókunarlausn Advania, Liva. Arna Gunnur Ingólfsdóttir og Kristján Aðalsteinsson**,** sérfræðingar frá Advania, munu svo segja frá þróuninni á bókunarlausninni Liva, sögunni á bak við það af hverju Advania fór inn á ferðaþjónustumarkaðinn og einnig gefa innsýn í því sem er væntanlegt í lausninni.

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu fyrir þá gesti sem eru á landsbyggðinni eða sjá sér ekki fært að mæta til okkar Guðrúnartúnið.

Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.