Sverrir Scheving Thorsteinsson

23.03.2023

Sverrir Scheving til Advania

Sverrir Scheving Thorsteinsson er nýr deildarstjóri rafrænna viðskipta og skólalausna Advania. Hann býr yfir fjölbreyttri reynslu úr upplýsingatækni- og tryggingageiranum.

Sverrir mun leiða þróun á stafrænum skólalausnum Advania sem hjálpa til við skipulag og samskipti m.a. í leikskólum, menntaskólum, frístundaheimilum og hjá símenntunarstofnunum. Lausnirnar gegna sífellt veigameira hlutverki í skólastarfi og eru notaðar af tugþúsundum foreldra, kennara og nemenda í landinu.

Þá fer Sverrir einnig fyrir þróun á lausnum Advania sem snúa að því að auðvelda fyrirtækjum landsins að stunda rafræn viðskipti. Lausnirnar miðla skeytum á milli bókhaldskerfa sem gerir notendum kleift að senda og taka á móti rafrænum reikningum og pöntunum hvaðan sem er í heiminum.

Sverrir hefur víðtæka reynslu af upplýsingatækni en hann kemur til Advania frá Verði tryggingum. Þar stýrði hann vöruteymi trygginga í samstæðu Arion banka og Varðar en hlutverk þess var m.a. að bjóða viðskiptavinum tryggingar samhliða annarri fjármálaþjónustu. Sverrir leiddi áður upplýsingatæknisvið Varðar og þar á undan stýrði hann upplýsingatæknisviði OKKAR líftrygginga.

Sverrir lagði stund á atvinnuflugmannsnám við Flugskóla Íslands og tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var tilnefndur til stjórnunarverðlauna Stjórnvísis árin 2021 og 2022 fyrir störf sín hjá Verði tryggingum.

„Ég er virkilega spenntur að fá Sverri til liðs við frábæra þróunarteymið okkar. Það er mjög gott að fá svo öflugan stjórnanda enda hefur Sverrir mikla reynslu sem án efa mun nýtast viðskiptavinum okkar vel,” segir Falur Harðarson, forstöðumaður sérlausna Advania.

„Ég er stoltur og ánægður með að vera kominn í hóp starfsfólks Advania. Það er margt vel gert hjá fyrirtækinu en ég veit líka að við getum gert enn betur. Ég hlakka til að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með frábæru samstarfsfólki,“ segir Sverrir.

Fleiri fréttir

Ítarefni
29.01.2025
Þegar kemur að því að velja viðskiptahugbúnað fyrir fyrirtækið þitt, er öryggi eitt af mikilvægustu atriðunum sem taka þarf tillit til. Microsoft Dynamics 365 Business Central býður upp á öflugt og öruggt aðgengi að kerfinu, þar sem fjölþátta auðkenning (MFA) spilar lykilhlutverk í að tryggja að aðeins réttir aðilar hafi aðgang að viðkvæmum gögnum fyrirtækisins.
Blogg
27.01.2025
Á þeim tíu árum sem ég hef verið viðloðandi sölu, þjónustu, þróun og markaðssetningu á viðskiptabókhaldskerfum hef ég átt aragrúa samtala við viðskiptavini um allt á milli himins og jarðar er við kemur þessum málaflokki.
Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.