05.09.2024

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Vefhluti þrítugustu Haustráðstefnu Advania fór fram í gær og í dag fer aðaldagskráin fram fyrir fullum sal í Hörpu. Í Silfurbergi mun fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara stíga á svið og verður áhersla lögð á gervigreind, öryggismál og sjálfbærni. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár er Nina Schick.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Aðaldagskráin hefst í Silfurbergi klukkan 10 í dag en upp úr klukkan átta hefjast fyrstu hliðarviðburðirnir í Hörpu.

Uppselt er á Haustráðstefnuna í ár og komust færri að en vildu.

Enn er þó hægt að skrá sig á pallborðsumræður um íslensku og gervigreind í Kaldalóni Hörpu, en viðburðurinn er opinn öllum sem skrá sig og þarf ekki að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta. Viðburðurinn hefst klukkan 14.

Óttar Kolbeinsson Proppé sérfræðingur í máltækni hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu stýrir sérstökum pallborðsumræðum um gervigreind og íslenska tungu.

Í pallborðinu verða Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf, Vilhjálmur Þorsteinsson stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, Lilja Dögg Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri Almannaróms og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Bara tala.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.