Verkada One í London
Verkada One var nú haldin í fyrsta skipti í London þann 25. mars 2025 og vakti mikla lukku meðal sérfræðinga og viðskiptavina í öryggismálum.
Verkada, sem er leiðandi í skýjatengdum öryggislausnum, hefur byggt upp sterkt samstarf við Advania, sem hefur reynst lykilatriði í að koma lausnum Verkada á framfæri á Íslandi og víðar enda fer þeim ört fjölgandi sem nýta sér lausnir Verkada. Lausnirnar, sem sameina myndavélar, aðgangsstýringu, umhverfisskynjara og fleira í einu samþættu kerfi, hafa reynst fyrirtækjum og stofnunum afar gagnlegar við að tryggja öryggi og yfirsýn. Verkada hefur nú yfir 30.000 viðskiptavini á heimsvísu, og fjöldi þeirra eykst stöðugt.
Á Verkada One í London var lögð áhersla á nýjungar í öryggistækni og hvernig lausnir Verkada geta hjálpað fyrirtækjum að vera betur undirbúin fyrir framtíðina. Þátttakendur fengu tækifæri til að kynnast lausnunum í raunverulegum aðstæðum og tengjast öðrum sérfræðingum í greininni.
Það helsta sem kom fram á viðburðinum:
Innsýn inn í öryggi með hjálp gervigreindar: Fundur sem fór bak við tjöldin með Verkada AI Leitarvélinni. Leiddur af David Murguia, Yfirvörustjóra, og Maurice de Haan, verkfræðingi fyrirtækjalausna,. Þeir fóru yfir hvernig gervigreind eflir öryggisaðgerðir.
Leiðsögn með sérfræðingum: Fróðlegar kynningar fjölluðu um lykilatriði. Þar á meðal um gervigreindardrifið öryggi, nýjungar í aðgangsstýringu og viðskiptavinasögur.
Lifandi sýnikennsla: Þátttakendur upplifðu hnökralausa samþættingu milli Verkada aðgangsstýringar og SimonsVoss SmartIntego þráðlausra lása, sem bjóða upp á auðvelda fjarstýringu, lifandi atburðaskráningu hurða og aukinn sýnileika öryggis.
Verkleg þjálfun: Sérstakur þjálfunarfundur veitti þátttakendum djúpa innsýn í öryggisvettvang Verkada.
Netagerð (networking): Þátttakendur tengdust leiðtogum í greininni, jafningjum og sérfræðingum Verkada, og áttu innihaldsrík samtöl um öryggisáskoranir og lausnir.
Helstu niðurstöður:
Vaxandi notkun: Verkada lausnins stjórnar nú aðgangi fyrir yfir 3,7 milljónir notenda og skráir yfir 1,5 milljónir gesta á hverjum mánuði. Þetta sýnir vaxandi eftirspurn eftir öryggislausnum á fyrirtækjastigi.
Innsýn inn í raunverlegar aðstæður: Á viðburðurinum fengu gestir góð ráð og sáu starfsvenjur úr raunheimum, sem hægt er að innleiða strax til að bæta öryggisaðgerðir.
Verkada á heima hjá Advania
Advania er sölu- og þjónustuaðili Verkada á Íslandi. Lausnin er bylting í öryggiskerfum fyrir vinnustaði - inniheldur snjallmyndavélar, aðgangsstýringu, skynjara, dyrasíma og gestamóttöku, allt tengt í gegnum skýjaþjónustu með notendavænu vefviðmóti. Hæ gætir þú bætt við í lokin
Vegferðin með Verkada er bara rétt að byrja og við vonumst til þess að fleiri viðskiptavinir komi með okkur á ráðstefnuna á næsta ári. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt kynningu og jafnvel prófa kerfið frítt.