Fréttir - 18.4.2024 11:04:00

Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn?

Áhugaverður morgunverðarfundur fór fram í höfuðstöðvum Advania og á starfstöðinni Akureyri þar sem rætt var um Z-kynslóðina á vinnumarkaði. Á fundinum Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn? var fjallað um þær áskoranir sem fylgja fyrir vinnustaði.

Ný kynslóð er komin inn á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir vinnustaði og mannauðsfólk að vita hvernig hægt er að mæta kröfum þeirra. Í erindum dagsins var því fjallað um það hvaða tækni og búnað fyrirtæki þurfa að bjóða upp á til að vera eftirsóknarverðir vinnustaðir í dag. Í því samhengi var meðal annars farið yfir vörur og lausnir frá Microsoft og Jabra.

Á fundinum töluðu Auður Inga Einarsdóttir, framkvæmdastýra innviðalausna hjá Advania, Rakel Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur Microsoft Operations hjá Advania, ásamt Richard Trestain og Johnny Sønderby Poulsen frá Jabra. Gestir gæddu sér á bakkelsi og góðu kaffi á meðan fyrirlestrunum stóð. Einn heppinn fundargestur var dreginn út og fékk Jabra Flex 65 heyrnartól að gjöf.

Rakel Ýr fjallaði um það hvernig Teams getur verið hjartað á vinnustaðnum og Copilot heilinn. Hún hvatti fundargesti til að hræðast ekki tæknina sem er í boði, heldur fá frekar leiðsögn á þessari vegferð. Gervigreind og notkun lausna eins og Copilot innan fyrirtækja gæti einnig farið hafa áhrif á val fólks á vinnustað.

Jabra vann rannsókn á þörfum og væntingum Z-kynslóðarinnar með London School of Economics. Á fundinum voru niðurstöður könnunarinnar kynntar. Þær gáfu nokkuð góða innsýn í það sem að vinnustaðir þurfa að hafa í huga til þess að uppfylla þær þarfir sem komandi kynslóðir fara fram á.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.