18.04.2024

Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn?

Áhugaverður morgunverðarfundur fór fram í höfuðstöðvum Advania og á starfstöðinni Akureyri þar sem rætt var um Z-kynslóðina á vinnumarkaði. Á fundinum Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn? var fjallað um þær áskoranir sem fylgja fyrir vinnustaði.

Ný kynslóð er komin inn á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir vinnustaði og mannauðsfólk að vita hvernig hægt er að mæta kröfum þeirra. Í erindum dagsins var því fjallað um það hvaða tækni og búnað fyrirtæki þurfa að bjóða upp á til að vera eftirsóknarverðir vinnustaðir í dag. Í því samhengi var meðal annars farið yfir vörur og lausnir frá Microsoft og Jabra.

Á fundinum töluðu Auður Inga Einarsdóttir, framkvæmdastýra innviðalausna hjá Advania, Rakel Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur Microsoft Operations hjá Advania, ásamt Richard Trestain og Johnny Sønderby Poulsen frá Jabra. Gestir gæddu sér á bakkelsi og góðu kaffi á meðan fyrirlestrunum stóð. Einn heppinn fundargestur var dreginn út og fékk Jabra Flex 65 heyrnartól að gjöf.

Rakel Ýr fjallaði um það hvernig Teams getur verið hjartað á vinnustaðnum og Copilot heilinn. Hún hvatti fundargesti til að hræðast ekki tæknina sem er í boði, heldur fá frekar leiðsögn á þessari vegferð. Gervigreind og notkun lausna eins og Copilot innan fyrirtækja gæti einnig farið hafa áhrif á val fólks á vinnustað.

Jabra vann rannsókn á þörfum og væntingum Z-kynslóðarinnar með London School of Economics. Á fundinum voru niðurstöður könnunarinnar kynntar. Þær gáfu nokkuð góða innsýn í það sem að vinnustaðir þurfa að hafa í huga til þess að uppfylla þær þarfir sem komandi kynslóðir fara fram á.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.