Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn?
Áhugaverður morgunverðarfundur fór fram í höfuðstöðvum Advania og á starfstöðinni Akureyri þar sem rætt var um Z-kynslóðina á vinnumarkaði. Á fundinum Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn? var fjallað um þær áskoranir sem fylgja fyrir vinnustaði.
Ný kynslóð er komin inn á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir vinnustaði og mannauðsfólk að vita hvernig hægt er að mæta kröfum þeirra. Í erindum dagsins var því fjallað um það hvaða tækni og búnað fyrirtæki þurfa að bjóða upp á til að vera eftirsóknarverðir vinnustaðir í dag. Í því samhengi var meðal annars farið yfir vörur og lausnir frá Microsoft og Jabra.
Á fundinum töluðu Auður Inga Einarsdóttir, framkvæmdastýra innviðalausna hjá Advania, Rakel Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur Microsoft Operations hjá Advania, ásamt Richard Trestain og Johnny Sønderby Poulsen frá Jabra. Gestir gæddu sér á bakkelsi og góðu kaffi á meðan fyrirlestrunum stóð. Einn heppinn fundargestur var dreginn út og fékk Jabra Flex 65 heyrnartól að gjöf.
Rakel Ýr fjallaði um það hvernig Teams getur verið hjartað á vinnustaðnum og Copilot heilinn. Hún hvatti fundargesti til að hræðast ekki tæknina sem er í boði, heldur fá frekar leiðsögn á þessari vegferð. Gervigreind og notkun lausna eins og Copilot innan fyrirtækja gæti einnig farið hafa áhrif á val fólks á vinnustað.
Jabra vann rannsókn á þörfum og væntingum Z-kynslóðarinnar með London School of Economics. Á fundinum voru niðurstöður könnunarinnar kynntar. Þær gáfu nokkuð góða innsýn í það sem að vinnustaðir þurfa að hafa í huga til þess að uppfylla þær þarfir sem komandi kynslóðir fara fram á.