18.04.2024

Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn?

Áhugaverður morgunverðarfundur fór fram í höfuðstöðvum Advania og á starfstöðinni Akureyri þar sem rætt var um Z-kynslóðina á vinnumarkaði. Á fundinum Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn? var fjallað um þær áskoranir sem fylgja fyrir vinnustaði.

Ný kynslóð er komin inn á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir vinnustaði og mannauðsfólk að vita hvernig hægt er að mæta kröfum þeirra. Í erindum dagsins var því fjallað um það hvaða tækni og búnað fyrirtæki þurfa að bjóða upp á til að vera eftirsóknarverðir vinnustaðir í dag. Í því samhengi var meðal annars farið yfir vörur og lausnir frá Microsoft og Jabra.

Á fundinum töluðu Auður Inga Einarsdóttir, framkvæmdastýra innviðalausna hjá Advania, Rakel Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur Microsoft Operations hjá Advania, ásamt Richard Trestain og Johnny Sønderby Poulsen frá Jabra. Gestir gæddu sér á bakkelsi og góðu kaffi á meðan fyrirlestrunum stóð. Einn heppinn fundargestur var dreginn út og fékk Jabra Flex 65 heyrnartól að gjöf.

Rakel Ýr fjallaði um það hvernig Teams getur verið hjartað á vinnustaðnum og Copilot heilinn. Hún hvatti fundargesti til að hræðast ekki tæknina sem er í boði, heldur fá frekar leiðsögn á þessari vegferð. Gervigreind og notkun lausna eins og Copilot innan fyrirtækja gæti einnig farið hafa áhrif á val fólks á vinnustað.

Jabra vann rannsókn á þörfum og væntingum Z-kynslóðarinnar með London School of Economics. Á fundinum voru niðurstöður könnunarinnar kynntar. Þær gáfu nokkuð góða innsýn í það sem að vinnustaðir þurfa að hafa í huga til þess að uppfylla þær þarfir sem komandi kynslóðir fara fram á.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.