NCE: New Commerce Experience
Nýlega kynnti Microsoft New Commerce Experience, eða NCE, til leiks sem felur í sér breytingar á áskriftaleiðum skýjalausna. Með þessu er verið að ýta undir straumlínulagað kaupferli og gefa viðskiptavinum tækifæri á að raða saman áskrifaleiðum sem henta þeirra rekstri best. Í núverandi fyrirkomulagi er hægt að fækka og fjölga leyfum hvenær sem er og innheimtan fer eftir því Í NCE er einungis hægt að velja áskriftarleið með 1 mánaðar eða eins árs binditíma.
Á meðan á binditíma stendur, er ekki hægt að fækka leyfum, en alltaf verður hægt að fjölga þeim eða uppfæra þau. Viðskiptavinir eru með verðvernd á meðan á binditíma stendur, á það jafnt við um 1 mánaða og 12 mánaða binditíma. Áskriftarleið með 1 mánaðar binditíma er 20% dýrari en leiðin með 1 árs binditíma.
Mikilvægt er að átta sig á því að þegar binditíma lýkur hafa viðskiptavinir einungis 72 klst glugga til að fækka leyfum ef þörf er á því, þegar sá gluggi lokast verður ekki hægt að fækka, né fá endurgreitt fyrir leyfi sem eru þá aftur komin á sama binditíma og var valinn í upphafi. Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að fylgjast með upphafs- og endadagsetningu binditímans.