Laus störf

Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og fært starfsfólk. Við bjóðum áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn. 

Hugbúnaðarsérfræðingur í afgreiðslulausnum

Vilt þú hjálpa okkur að þróa afgreiðslulausnir framtíðarinnar?

Advania leitar að öflugum hugbúnaðarsérfræðing til að vinna að þróun og innleiðingu á afgreiðslulausnum fyrir viðskiptavini okkar. Advania er leiðandi á íslenskum markaði á sviði sjálfsafgreiðslulausna og þjónustar margar af stærstu vefverslunum landsins.

Við leitum að einstakling með góða þekkingu á bæði hugbúnaðarþróun og þeim ferlum sem mikilvægir eru í smásölurekstri. Viðkomandi verður hluti af þróunarteymi sem ber ábyrgð á þróun sjálfsafgreiðslulausna og vefverslana og þarf að geta átt góð samskipti við viðskiptavini.

Hæfniskröfur

 • Góð þekking og reynsla á þróun í .NET og C#
 • Þekking á vefþróun – til að mynda í HTML, CSS, JavaScript, Razor, React, Angular eða Vue.JS
 • Þekking á þróun afgreiðslu- eða viðskiptalausna er mikill kostur
 • Þekking á Dynamics NAV, Business Central eða lausnum LS Retail er mikill kostur
 • Reynsla úr smásöluumhverfi kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skapandi hugsun og hæfni í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 15.11.2020
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Bríet Pálsdóttir, deildarstjóri innan afgreiðslulausna, S: 440 9000, briet.palsdottir@advania.is

Sækja um
Sérfræðingur í öryggislausnum

Óskum eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling í starf sérfræðings í öryggislausnum. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá ættirðu að lesa áfram.

Helstu verkefni

 • Vernda mikilvæga tækniinnviði Advania (upplýsingatæknikerfi, forrit og gögn) með því að greina öryggisatvik, meta öryggisáhættur og koma með tillögur að úrbótum
 • Styðja þjónustueigendur við þróun á öryggisstefnum mikilvægara þjónusta og innviða upplýsingatækni Advania
 • Vera brú milli tæknimanna og stjórnenda til að varpa ljósi á öryggisáhættur viðskiptavina og kynna ráðleggingar að úrbótum fyrir stjórnendur til að draga úr áhættu og ná áhættumati á viðunandi stig
 • Finna árangursríkar og skilvirkar útfærslur á notkun öryggisferla Advania gagnvart viðskiptavinum
 • Veita starfsfólki þjálfunar- og kynningarefni fyrir öryggisvitund

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, upplýsingaöryggi eða skyldum greinum kostur
 • Nokkur ára (> 3 ár) reynsla af upplýsingatækni með áherslu á netöryggi, þ.e. öryggisarkitektúr, netöryggi, tækni innviði skilyrði
 • Almenn þekking á netöryggisstöðlum (ISO27001, NIST, BSI). Viðeigandi vottanir (t.d. CISSP, CISM, CRISC) eru kostur
 • Fyrri reynsla sem ráðgjafi í upplýsingatækniverkefnum með enskum samskiptum í teymi og við viðskiptavini æskileg
 • Reynsla af öryggismati á upplýsingatæknikerfum og áhættustýringu æskileg
 • Reynsla af öryggishlutverkum bakendaþjónusta (t.d. Active Directory, Microsoft Exchange, DNS, SAN) kostur
 • Reynsla af öryggishlutverkum netþjónusta (t.d. eldveggir, proxy, WAN, LAN, SD-WAN, netöryggi, VPN fjaraðgangur) kostur
 • Reynsla af notenda- og tækjaöryggi (t.d. prentarar, samskiptaforrit, notendur, skrifstofulausnir, fjarfundakerfi) kostur
 • Lausnamiðuð hugsun, greiningarhæfni og teymisvinna er skylda
 • Kunnátta á ensku í rituðu og töluðu máli ásamt góðri mannlegri færni og athygli á smáatriði er skilyrði
 • Íslenskukunnátta er kostur

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 10. nóvember
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Daniel Kristinn Gunnarsson, deildarstjóri netþjónustu, daniel.kristinn.gunnarsson@advania.is / 440 9000.

Sækja um
Söluráðgjafi í rekstri og þjónustu

Er þetta þitt næsta stóra tækifæri?

Advania óskar eftir öflugum söluráðgjafa til starfa á rekstrarlausnasviði Advania. Ef þú vilt starfa á frábærum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá ættir þú að lesa áfram.

Söluráðgjafi starfar innan söluteymis með áherslu á hýsingar- og rekstrarlausnir, en Advania er einn stærsti þjónustuaðili landsins á því sviði.

Söluráðgjafi sinnir almennum söluverkefnum sem fela í sér kynningar á lausnum og þjónustu Advania ásamt tilboðs- og samningagerð.

Almennar hæfniskröfur

 • Menntun og/eða haldbær reynsla úr upplýsingatæknigeiranum er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulögð vinnubrögð

Þekking og reynsla

 • Haldgóð þekking og reynsla af upplýsingatækni
 • Framúrskarandi söluhæfileikar

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 6. nóvember 2020
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir María Hólmfríður Marinósdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, maria.holmfridur.marinosdottir@advania.is / 440 9000.

Sækja um
Söluráðgjafi notendabúnaðar

Við viljum styrkja sóknina!

Advania óskar eftir því að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling í starf söluráðgjafa á sviði notendalausna. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð þá ættir þú að lesa áfram.

Söluráðgjafi starfar innan söluteymis með áherslu á notendalausnir frá heimsþekktum framleiðendum svo sem Dell & HP. Söluráðgjafi sinnir almennum söluverkefnum sem fela í sér kynningar á lausnum og þjónustu Advania ásamt tilboðs- og samningagerð.

Almennar hæfniskröfur

 • Framúrskarandi söluhæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Menntun og/eða haldbær reynsla úr upplýsingatæknigeiranum er kostur
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulögð vinnubrögð

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 13. nóvember 2020
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir María Hólmfríður Marinósdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, maria.holmfridur.marinosdottir@advania.is / 440 9000.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í kerfis- og netrekstri

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið radningar@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í hugbúnaðarþróun

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið radningar@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, radningar@advania.is.

Sækja um
Almenn umsókn um önnur störf

Hjá Advania leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt, framtakssamt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn.

Vinsamlega athugaðu að þú getur einnig sent inn almenna umsókn um starf í hugbúnaðarþróun eða kerfis- og netrekstri.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið radningar@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, radningar@advania.is.

Sækja um