Laus störf

Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og fært starfsfólk. Við bjóðum áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn. 

Hugbúnaðarsérfræðingur í rafrænni stjórnsýslu

Advania leitar eftir metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til starfa í Rafræna stjórnsýslu, innan hugbúnaðarlausna Advania.

Rafræn stjórnsýsla er hópur sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þróun á lausnum sem tengjast stjórnsýslunni. Verkefnin eru að ýmsum toga en markmið lausnanna er að nýta tæknina til þess að styðja við ferla viðskiptavina með snjöllum hætti.

Starfssvið

 • Samskipti við hagsmunaaðila.
 • Greining, hönnun og útfærsla á hugbúnaði.
 • Teymisvinna.

Hæfniskröfur

 • Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
 • Að minnsta kosti 3 ára reynsla í hugbúnaðargerð.
 • Reynsla af þróun í .NET C#, Javascript, HTML, CSS, SQL
 • Þekking og reynsla af þróun í React er kostur.
 • Reynsla af Scrum/Agile
 • Góð samskipta- og greiningarfærni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi, bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með kolefnisspori okkar, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur.

Ferli ráðninga

1. Tekið á móti umsóknum til 29. október 2021

2. Yfirferð umsókna

3. Boðað í fyrstu viðtöl

4. Boðað í seinni viðtöl

5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á

6. Öflun umsagna / meðmæla

7. Ákvörðun um ráðningu

8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Þór Svavarsson, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu, baldvin.thor.svavarsson@advania.is / 440 9000

Sækja um
Þjónusturáðgjafi í viðskiptalausnum

Framtíðin er núna!

Advania leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingum helst með reynslu af Business Central (NAV) eða öðrum viðskiptalausnum. Við leitum að liðsauka inn í spennandi framtíð viðskiptalausna þar sem við blasir skýjavæðing íslenskra fyrirtækja.

Við ætlum okkur að hjálpa fyrirtækjum að nýta viðskiptaferla í skýinu hvort sem er með stöðluðum lausnum eins og Microsoft Business Central, Microsoft Dynamics eða hjálpa þeim að móta sína eigin ferla með Power Platforminu.

Við getum því bætt öflugu og skemmtilegu fólki í hópinn.

Ef þú hefur áhuga eða reynslu af ráðgjöf, forritun eða þjónustu við viðskiptakerfi, þá viljum við endilega heyra í þér, sama hvar sem þú býrð.

Hefur þú?

 • Brennandi áhuga á nýjustu tækni og þróun viðskiptakerfa og skýjalausna (ss. Business Central, Dynamics og/eða Microsoft Power Platform)
 • Reynsla af Business Central (NAV) eða öðrum viðskiptalausnum er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni til að vinna með fólki
 • Áhuga á að takast á við nýjar áskoranir

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi, bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með kolefnisspori okkar, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur.

Ferli ráðninga

1. Tekið á móti umsóknum til 30. október 2021

2. Yfirferð umsókna

3. Boðað í fyrstu viðtöl

4. Boðað í seinni viðtöl

5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á

6. Öflun umsagna / meðmæla

7. Ákvörðun um ráðningu

8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Lárus Long, forstöðumaður Business Central ráðgjafar, larus.long@advania.is 

Haraldur Eyvinds Þrastarson, deildarstjóri Business Central SaaS, heyvinds@advania.is

Sækja um
Ráðgjafi í viðskiptalausnum

Framtíðin er núna!

Advania leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingum helst með reynslu af Business Central (NAV) eða öðrum viðskiptalausnum. Við leitum að liðsauka inn í spennandi framtíð viðskiptalausna þar sem við blasir skýjavæðing íslenskra fyrirtækja.

Við ætlum okkur að hjálpa fyrirtækjum að nýta viðskiptaferla í skýinu hvort sem er með stöðluðum lausnum eins og Microsoft Business Central, Microsoft Dynamics eða hjálpa þeim að móta sína eigin ferla með Power Platforminu.

Við getum því bætt öflugu og skemmtilegu fólki í hópinn.

Ef þú hefur áhuga eða reynslu af ráðgjöf, forritun eða þjónustu við viðskiptakerfi, þá viljum við endilega heyra í þér, sama hvar sem þú býrð.

Hefur þú?

 • Brennandi áhuga á nýjustu tækni og þróun viðskiptakerfa og skýjalausna (ss. Business Central, Dynamics og/eða Microsoft Power Platform)
 • Reynsla af Business Central (NAV) eða öðrum viðskiptalausnum er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni til að vinna með fólki
 • Áhuga á að takast á við nýjar áskoranir

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi, bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með kolefnisspori okkar, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur.

Ferli ráðninga

1. Tekið á móti umsóknum til 30. október 2021

2. Yfirferð umsókna

3. Boðað í fyrstu viðtöl

4. Boðað í seinni viðtöl

5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á

6. Öflun umsagna / meðmæla

7. Ákvörðun um ráðningu

8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Lárus Long, forstöðumaður Business Central ráðgjafar, larus.long@advania.is <br>Haraldur Eyvinds Þrastarson, deildarstjóri Business Central SaaS, heyvinds@advania.is

Sækja um
Hugbúnaðarsérfræðingur í viðskiptalausnum

Framtíðin er núna!

Advania leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingum helst með reynslu af Business Central (NAV) eða öðrum viðskiptalausnum. Við leitum að liðsauka inn í spennandi framtíð viðskiptalausna þar sem við blasir skýjavæðing íslenskra fyrirtækja.

Við ætlum okkur að hjálpa fyrirtækjum að nýta viðskiptaferla í skýinu hvort sem er með stöðluðum lausnum eins og Microsoft Business Central, Microsoft Dynamics eða hjálpa þeim að móta sína eigin ferla með Power Platforminu.

Við getum því bætt öflugu og skemmtilegu fólki í hópinn.

Ef þú hefur áhuga eða reynslu af ráðgjöf, forritun eða þjónustu við viðskiptakerfi, þá viljum við endilega heyra í þér, sama hvar sem þú býrð.

Hefur þú?

 • Brennandi áhuga á nýjustu tækni og þróun viðskiptakerfa og skýjalausna (ss. Business Central, Dynamics og/eða Microsoft Power Platform)
 • Reynsla af Business Central (NAV) eða öðrum viðskiptalausnum er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni til að vinna með fólki
 • Áhuga á að takast á við nýjar áskoranir

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi, bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með kolefnisspori okkar, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur.

Ferli ráðninga

1. Tekið á móti umsóknum til 30. október 2021

2. Yfirferð umsókna

3. Boðað í fyrstu viðtöl

4. Boðað í seinni viðtöl

5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á

6. Öflun umsagna / meðmæla

7. Ákvörðun um ráðningu

8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Lárus Long, forstöðumaður Business Central ráðgjafar, larus.long@advania.is 

Haraldur Eyvinds Þrastarson, deildarstjóri Business Central SaaS, heyvinds@advania.is

Sækja um
Öryggisstjóri Advania

Við leitum að öflugri og lausnamiðaðri manneskju með brennandi áhuga, þekkingu og reynslu á upplýsingaöryggi og persónuvernd.

Öryggisstjóri fer fyrir upplýsingaöryggi og persónuverdarmálum innan Advania. Í því felst innleiðing, þróun og viðhald á ferlum í starfseminni. Öryggisstjóri starfar í tíu manna teymi sérfræðinga sem bera ábyrgð á ferlum og tækniinnviðum fyrirtækisins.

Starfsvið

 • Sjá til þess að stjórnunarkerfi Advania uppfylli áfram kröfur ISO/IEC 27001
 • Sjá til þess að stjórnunarkerfi Advania samræmist lögum um persónuvernd
 • Daglegur rekstur stjórnunarkerfis upplýsingaöryggis, viðhald þess og þróun. Í þessu felst meðal annars:
 • Innleiðing og viðhald á stefnum, ferlum og verklagi sem fjalla um stjórnun upplýsingaöryggis og persónuvernd
 • Umsjón með áhættumati upplýsingaöryggis og eftirfylgni með aðgerðum
 • Umsjón með áætlunum um samfelldan rekstur
 • Greina þörf á umbótum og leiða umbótaverkefni
 • Greina árangur og skilvirkni stjórnunarkerfisins
 • Stuðla að vitundarvakningu starfsfólks um upplýsingaöryggi og persónuvernd
 • Umsjón með ytri og innri úttektum og úrbótaverkefnum þeim tengdum

Þekking og reynsla

 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Hagnýt reynsla af ISO/IEC 27001
 • Þekking og reynsla af persónuverndarlögum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
 • Reynsla af breytingastjórnun er æskileg

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli umsóknar

 1. Tekið á móti umsóknum til 24. október 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Kristján H Hákonarson, forstöðumaður ferla og tækni, kristjan.hakonarson@advania.is / s. 440 9000

Sækja um
Almenn umsókn um starf í kerfis- og netrekstri

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í hugbúnaðarþróun

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um
Almenn umsókn um önnur störf

Hjá Advania leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt, framtakssamt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn.

Vinsamlega athugaðu að þú getur einnig sent inn almenna umsókn um starf í hugbúnaðarþróun eða kerfis- og netrekstri.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um