Laus störf

Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og fært starfsfólk. Við bjóðum áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda.

Komdu í upplýsingatæknina!

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Ertu talnaglögg eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu? Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að senda okkur umsókn.

Sérfræðingur í afritunarlausnum

Advania leitar að sérfræðing í afritunarlausnum innviða (infrastructure) með reynslu af rekstri og þróun afritunarkerfa.

Deildin sinnir rekstri á innviðum (infrastructure) hýsingar Advania í þremur gagnaverum á Íslandi. Advania er stærsti einstaki hýsingaraðili upplýsingakerfa á Íslandi og ber ábyrgð á mörgum stærstu og mikilvægustu kerfum íslands.

Innan Rekstrarlausna starfa rúmlega 190 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Rekstur og þróun á afritunarkerfum frá Veeam
 • Innleiðingar á viðskiptavinum í bæði í hýsingar- og skýjaþjónustu afritun
 • Hagræðingar og ráðgjöf til viðskiptavina
 • Eftirlit og viðhald
 • Endurheimtur á gögnum viðskiptavina
 • Umbótaverkefni í rekstri afritunar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Góð þekking á stýrikerfum (Microsoft og Linux)
 • Þekking á gagnageymslum ásamt netkerfum
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af kerfishönnun og innleiðingum
 • Gott vald á PowerShell
 • Talsverð reynsla af sambærilegu starfi
 • Þekking á skýjalausnum er kostur
 • Góð enskukunnátta
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Framúrskarandi þjónustulund og geta til að vinna undir álagi
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ráðið er í starfið þegar að réttur einstaklingur finnst og er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Helgi Haraldsson, hópstjóri Grunnþjónustu, olafur.helgi.haraldsson@advania.is, 440 9000.

Sækja um
Kerfisstjóri í notendaþjónustu – Akureyri og Reykjavík

Vegna aukinna verkefna leitum við að kerfisstjóra í þjónustu við notendur og endabúnað innan rekstrarlausna - Users and Endpoint Operations. Meðal verkefna er almenn tækniþjónusta, rekstur skýjalausna, útstöðva, símalausna og innri stjórnkerfa.

Innan Rekstrarlausna starfa rúmlega 190 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

Hjá okkur munt þú:

 • Starfa með skemmtilegum hóp af fólki með áralanga reynslu í IT
 • Vinna að lausn vandamála
 • Hafa tækifæri til að vaxa og auka þekkingu þína
 • Starfa á vinnustað sem leggur mikið upp úr sveigjanleika hvað varðar fjarvinnu / staðvinnu.
 • Vera í samskiptum við fjölbreyttan hóp viðskiptavina sem gera daginn litríkan og skemmtilegan
 • Hafa aðgang að fjölbreyttu klúbba og félagsstarfi innan fyrirtækisins
 • Hafa aðgang að kaffihúsi Advania, glæsilegu mötuneyti og líkamsræktarstöð
 • Starfa hjá fyrirtæki sem er umhugað um kolefnisspor sitt, jafnrétti kynja og sjálfbærni

Hæfniskröfur

 • Rík þjónustulund og vilji til að fara fram úr væntingum viðskiptavina
 • Brennandi áhugi á upplýsingatækni
 • Öguð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
 • Reynsla af rekstri IT kerfa fyrirtækja er kostur
 • Haldbær þekking á Microsoft Windows stýrikerfinu, Microsoft 365 og öðrum algengum notendahugbúnaði
 • Þekking á Active Directory og Microsoft Server kostur
 • Vottuð þekking á sviði ofangreindra Microsoft lausna er kostur

Við hvetjum öll kyn til að sækja um hjá okkur.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 28. janúar 2022
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Símon Elí Guðnason , deildarstjóri User & Endpoint Operations, simon@advania.is / s. 440 9000

Sækja um
Linux kerfisstjóri

Kerfisþjónusta Advania leitar að reynslumiklum sérfræðingi með haldgóða reynslu af rekstri Linux netþjóna og umhverfa.

Í deildinni starfa yfir 30 sérfræðingar með mismunandi tæknilegar áherslur. Deildin sinnir rekstri Windows og Linux netþjóna hjá viðskiptavinum, rekstri á öðrum tengdum þjónustum, ásamt greiningu og úrlausn tæknilegra vandamála.

Innan Rekstrarlausna starfa rúmlega 190 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Daglegur rekstur Linux innviða Advania
 • Rekstur á vöktunarkerfi – Nagios/Opsview
 • Rekstur á DNS þjónum Advania
 • Rekstur á Plesk þjónustu Advania, ásamt öðrum vefkerfum (Apache/nginx)
 • Daglegur rekstur Linux innviða viðskiptavina Advania
 • Þáttaka í umbótaverkefnum í umhverfum, bæði innri og ytri

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Minnst 3 ára reynsla í rekstri og umsýslu með Linux netþjónum (CentOS/Debian based)
 • Gott vald á scripting (python/bash)
 • Reynsla af sjálfvirknivæðingu og ferlamiðuð hugsun
 • Reynsla og þekking á Ansible eða sambærilegum management tólum
 • Reynsla og þekking á Kubernetes og Docker
 • Þekking á Public Cloud (Azure/AWS) er kostur
 • Grunnþekking á netkerfum og hvernig þau tengjast rekstri netþjóna er æskileg
 • Menntun sem nýtist í starfi (t.d. RHCSA/RHCE eða sambærilegt)
 • Góð enskukunnátta
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Geta og vilji til að vinna sem partur af stóru teymi
 • Framúrskarandi þjónustulund og geta til að vinna undir álagi
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ráðið er í starfið þegar að réttur einstaklingur finnst og er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Símon Elí Guðnason, deildarstjóri Kerfisþjónustu, simon.gudnason@advania.is, 440 9000.

Sækja um
DevOps sérfræðingur

Eigum við að þróa saman framtíðina í mannauðslausnum?

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum DevOps forritara í þróun og samþættingu hjá mannauðslausnum Advania. Starfið felst í að þróa og viðhalda þróunar- og rekstrarumhverfi, sjálfvirknivæða þróunarferli ásamt ýmiss konar hugbúnaðarþróun.

Helstu verkefni

 • Umsjón með þróunarumhverfi mannauðslausna.
 • Sjálfvirknivæða og betrumbæta þróunarferli, rekstrarumhverfi og verkfæri.
 • Þjónusta þróunarteymi mannauðslausna með því markmiði að bjóða betri vörur og þjónustu til viðskiptavina.
 • Taka þátt í að hanna Azure arkitektúr, sjálfvirknivæða rekstrarumhverfi ásamt því að setja upp eftirlit og viðvaranir.
 • Halda við þekkingu á tækni og aðferðafræðum er viðkoma DevOps. Fræðsla innan teymisins og sjá til þess að nýjir straumar innan tækninnar rati réttar leiðir
 • Tilfallandi þjónustuverkefni.

Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
 • 5+ ára reynsla af þróun og hugbúnaðargerð
 • Reynsla af innleiðingu á Infrastructure as Code (IaC)
 • Þekking á Docker, Azure DevOps, C#, JavaScript, SQL,.NET
 • Reynsla af Terraform, vCloud, Visual Studio, SQL Server Management Studio æskileg
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Mannauðslausnir Advania

Markmið mannauðslausna er að auka árangur og ánægju starfsfólks með því að bjóða heildarlausn í mannauðsmálum sem veitir framúrskarandi upplifun. Hjá mannauðslausnum starfar öflugur hópur sérfræðinga sem hefur áralanga reynslu af ráðgjöf og þjónustu mannauðslausna. Það eru mörg spennandi verkefni framundan og því leitum við að öflugum forritara til að taka þátt í þessari vegferð með okkur.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 31. janúar 2022
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Vésteinn Sveinsson, deildarstjóri þróunar og samþættingar, vesteinn.sveinsson@advania.is / 848 8655

Sækja um
CRM sérfræðingur

Hefur þú reynslu af ráðgjöf og þróun viðskiptatengslakerfa?

Advania leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til að starfa við CRM ráðgjöf og þróun á Salesforce umhverfinu og tengdum lausnum.

Starfssvið

Starfið felst í að veita viðskiptavinum Advania ráðgjöf og aðstoða þá við uppsetningu, aðlögun og hugbúnaðarþróun í Salesforce-umhverfinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þróun eða ráðgjöf á CRM-kerfum, skýjaumhverfi, hraðþróunarumhverfi eða aðra þekkingu sem nýtist í starfinu.

Salesforce-hópur Advania starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að viðskiptaferlum og stafrænum umbótum. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi verkefni sem snerta á helstu og mikilvægustu viðskiptaferlunum þessara fyrirtækja.

Þekking og reynsla

 • Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, viðskiptafræði m. tölvunarfræði sem aukagrein eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af ráðgjöf, forritun, hugbúnaðargerð og aðlögun viðskiptaferla er kostur
 • Þekking og reynsla af forritun og þróun á Salesforce umhverfinu eða sambærilegum lausnum er kostur
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í teymisvinnu
 • Góð yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
 • Þjónustulund og góð samskiptahæfni

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 20. janúar 2022.
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt forstöðumanni, framkvæmdastjóra og deildarstjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Stefán Már Melstað, deildarstjóri ferla og greind, stefan.mar.melstad@advania.is, S: 866-0558

Sækja um
Komdu í upplýsingatæknina!

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði?? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Ertu talnaglögg eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu?

Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til. Það skiptir nefninlega máli að fjölbreyttur hópur fólks móti framtíðina í stafrænum heimi. 

Konur eru eftirsóttir starfskraftar í upplýsingatæknigeiranum og harðnandi samkeppni milli vinnustaða er um þær reynslumestu. 

Störf í upplýsingatækni bjóða uppá sveigjanleika þar sem hægt er að sinna þeim hvaðan sem er. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og hægt að aðlaga hann að þörfum hvers og eins. 

Hjá upplýsingatæknifyrirtækjum eru miklir möguleikar til að vaxa í starfi, sérhæfa sig og afla góðra tekna.

Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Fjölmörg verk þarf að inna af hendi og þá kemur til dæmis viðskiptafræði, verkfræði, stærðfræði, verkefnastjórnun og önnur fjölbreytt reynsla og þekking að góðum notum.

Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Advania býður uppá öfluga nýliðafræðslu, mentor-prógram og endurmenntun til að styðja þig og brúa bilið úr þínum reynsluheimi yfir í upplýsingatæknigeirann. 

Sendu okkur opna umsókn, við viljum endilega heyra frá þér!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um
Salesforce sérfræðingur

Hefur þú þekkingu og reynslu af því að vinna í Salesforce? Þá erum við að leita að þér!

Hugbúnaðarlausnir Advania leita að hugbúnaðarsérfræðing til að starfa við ráðgjöf og forritun í Salesforce og tengdum lausnum.

Starfssvið

Ráðgjöf, uppsetning, aðlögun, forritun og hugbúnaðarþróun í Salesforce umhverfinu hjá viðskiptavinum Advania. Nauðsynlegt er að umsækjandinn hafi reynslu af forritun og þróun á Salesforce umhverfinu.

Starfsumhverfi

Salesforce hópur Advania starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins við uppsetningu, aðlögun og ráðgjöf á viðskiptaferlum og stafrænum umbótum. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi verkefni sem snerta á helstu og mikilvægustu viðskiptaferlunum hjá mörgum af stærstu og þekktustu fyrirtækjum landsins.

Þekking og reynsla

 • Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, viðskiptafræði m. tölvunarfræði sem aukagrein eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af ráðgjöf, forritun, hugbúnaðargerð og aðlögun viðskiptaferla er kostur.
 • Þekking og reynsla af forritun og þróun á Salesforce umhverfinu er krafa.
 • Þekking og reynsla á Apex, SOQL, Visualforce og Lightning Components er krafa.
 • Þekking og reynsla á Salesforce DX, Field Service, CPQ, Experience Cloud er kostur.
 • Ein eða fleirri vottanir á Salesforce umhverfið er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í teymisvinnu.
 • Góð yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
 • Þjónustulund og góð samskiptahæfni

Vinnustaður

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt forstöðumanni, framkvæmdastjóra og deildarstjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Ekki er um eiginlegan umsóknarfrest að ræða heldur verður ráðið í stöðuna þegar að réttur aðili finnst. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Stefán Már Melstað, Deildarstjóri Ferla og greind, stefan.mar.melstad@advania.is, S: 866-0558

Sækja um
Almenn umsókn um starf í kerfis- og netrekstri

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í hugbúnaðarþróun

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um