Laus störf

Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og fært starfsfólk. Við bjóðum áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn. 

Schengen forritari

Vegna aukinna verkefna leitum við hjá Hugbúnaðarlausnum að starfsfólki til starfa við krefjandi hugbúnaðargerð í Schengen landamærakerfum. Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Starfssvið

Við leitum að einstaklingi sem hefur tamið sér fagleg vinnubrögð í hugbúnaðargerð og sem er tilbúinn til þess að takast á við krefjandi verkefni af margvíslegum toga. Um er m.a. að ræða verkefni í stórum og flóknum alþjóðlegum landamærakerfum sem hafa flókin innbyrðis samskipti. Viðkomandi þarf að hafa góða greiningarhæfni og geta sett sig með skilvirkum hætti inn í kröfur og virkni hugbúnaðarkerfa.

Helstu verkefni

 • Hönnun og smíði hugbúnaðar
 • Ráðgjöf og kröfugreining
 • Aðkoma að heildarferli við innleiðingu hugbúnaðar

Þekking og reynsla

 • Menntun í tölvunarfræði, verkfræði, stærðfræði eða tæknifræði
 • Reynsla af hugbúnaðargerð
 • Góð greiningarhæfni
 • Góð þekking á upplýsingatækni
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Góðir samskiptahæfileikar

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins! Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 29. janúar 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Jón Bergþór Kristinsson, forstöðumaður Lausna og ráðgjafar, jon.bergthor.kristinsson@advania.is / s. 440 9000.

Sækja um
Tæknistjóri lykilviðskiptavina rekstrarlausna - Akureyri eða Reykjavík

Við leitum að kraftmiklum, úrræðagóðum og metnaðarfullum einstakling með tæknilega reynslu og þekkingu úr upplýsingatæknigeiranum. Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Innan Rekstrarlausna starfa tæplega 190 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

Starfssvið

Tæknistjóri er tæknilega sterkur aðili sem leiðir framþróun tækniumhverfis viðskiptavina í samráði við sérfræðinga innan Advania. Tæknistjóri er fulltrúi viðskiptavina hjá Advania og ber að ráðleggja viðskiptavinum og taka ákvarðanir út frá þörfum og hagsmunum viðskiptavina óháð hagsmunum Advania. Starfið felur meðal annars í sér ráðgjöf, verkefnastýringu og regluleg samskipti við viðskiptavini.

Þekking og reynsla

 • Lágmark 5 ára reynsla í upplýsingatækni við rekstur tölvukerfa
 • Reynsla af verkefnastjórnun, hóp- eða deildarstjórnun
 • Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
 • Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og í rituðu máli
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Menntun í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði, iðntæknifræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Vottun í verkefnastjórnun er kostur
 • Reynsla af ITIL er kostur

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins! Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 24. janúar 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Védís Sigurjónsdóttir, forstöðukona verkefna- og þjónustustýringar, vedis.sigurjonsdottir@advania.is / s. 440 9000.

Sækja um
Verkefnastjóri á rekstrarlausnasviði

Vegna aukinna verkefna leitum við að kraftmiklum, úrræðagóðum og metnaðarfullum verkefnastjóra. Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Innan Rekstrarlausna starfa tæplega 200 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu, skýjalausnum og þjónustu.

Starfssvið

Við leitum að skipulögðum, drífandi og tæknilega þenkjandi verkefnastjóra. Góð reynsla af rekstri tækniumhverfis hjá fyrirtækjum/stofnunum er skilyrði. Verkefnastjóri munu gera verkáætlanir, deila út verkefnum og fylgja þeim eftir milli ólíkra deilda. Verkefnastjórinn þarf að vera úrræðagóður og sterkur á samskiptasviðinu. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem við sinnum ráðgjöf, innleiðingu og þróun ýmissa lausna.

Helstu verkefni

 • Verkefnastýring tækniverkefna tengt þjónustu og rekstri við viðskiptavini
 • Verkefnastýring umbótaverkefna innan rekstrarlausna
 • Aðkoma að stöðugum endurbótum á ferlum

Þekking og reynsla

 • Menntun í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði, iðntæknifræði eða sambærileg menntun
 • Reynsla úr tæknilegu umhverfi fyrirtækja/stofnana
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Reynsla af kerfissrekstri, netumsjón, hýsingu og rekstri er kostur
 • Reynsla af uppsetningu og innleiðingu á ferlum tengt IT-rekstri er kostur
 • IPMA vottun kostur
 • Góð greiningarhæfni
 • Góð þekking á upplýsingatækni
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Góðir samskiptahæfileikar

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins! Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 24. janúar 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Védís Sigurjónsdóttir, forstöðukona verkefna- og þjónustustýringar, vedis.sigurjonsdottir@advania.is / s. 440 9000.

Sækja um
Hugbúnaðarsérfræðingur í skólalausnum

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingi í fram- og bakendaforritun við skólalausnir Advania.

Starfslýsing

Viðkomandi er hluti af öflugu teymi sem sinnir bak- og framendaforritun fyrir skólalausnir Advania í JS umhverfi, Java, Python, Vue, React, PL/SQL og CSS.

Skólalausnir tilheyra sviði Sérlausna þar sem fram fer hugbúnaðarþróun með áherslu á að hugbúnaðurinn sé sniðinn að þörfum viðskiptavinarins. Við veitum ráðgjöf í vali, hönnun og uppsetningu hugbúnaðar og höfum í gegnum árin þróað fjölmörg kerfi sem eru í mikilli notkun meðal viðskiptavina okkar.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum
 • Þekking og reynsla af hugbúnaðargerð, sérstaklega , rest þjónustum, vefforitun og PL/SQL
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni ásamt því að vinna í rótgrónu umhverfi
 • Þekking á APP forritun (React) er kostur

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 25. janúar
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Ágúst Valgeirsson, forstöðumaður rafrænna viðskipta, agust.valgeirsson@advania.is, 440 9000.

Sækja um
DevOps team leader & programmer

Job description

We are looking for an experienced programmer to lead a team of DevOps engineers with focus on interoperation between various systems and vendors, extracting sources of truth from multiple environments, planning data-storage for automation, productizing, and integrating product workflows into automation at every possible level. The job also entails project management and resource planning resulting in technical solutions and designs for infrastructure, deployment and R&D requirements.

Required skills

 • Minimum 5 years experience in programming or equivalent job
 • Extensive knowledge of GOLANG and PHP
 • Extensive knowledge of scripting/programming/API and CI/CD pipelines
 • Experience with database management (MySQL/PostgreSQL)
 • Experience with Linux (CentOS, Red Hat)
 • Experience with project management & resource planning
 • High proficiency in spoken and written English

Desired skills

 • Interaction with APIs from multiple vendors (Cisco, VMWare, etc.)
 • Cisco CCNP or equivalent experience
 • Knowledge of SD-WAN routing platforms
 • Knowledge of datacentre network designs (firewall, routers, etc.)
 • Knowledge of Python/Ansible/Perl
 • Excellent Icelandic spoken and written

Personal qualities

 • Passion for information technology
 • Interest in implementing new technologies/methodologies
 • Interest in continuous improving of existing tools and infrastructures
 • Troubleshooting skills, analytical and critical thinking
 • Excellent communication skills
 • Detail orientation and organizational skills
 • Ability to understand product systems integration
 • Ability to understand business needs and customer demands

About Advania

Advania is an international IT company with a wide range of hosting, operations and software solutions. Advania is a family friendly workplace with flexible work hours. Advania operates work place ethical rules for equal rights with an active corporate environmental policy.

Recruitment process

 1. Applications accepted until 22. january 2021
 2. Review of applications
 3. First interviews
 4. Second interviews
 5. Assignments or exams submitted if applicable
 6. References / recommendations
 7. Decision on hire
 8. All applicants informed

Advania's HR department, as well as the divisonal manager, the director, and the managing director of the division within which the position resides, will have access to the applications submitted. All applications are treated as confidential.

Further information

For further information, please contact Daniel Kristinn Gunnarsson, head of Network Services, daniel.kristinn.gunnarsson@advania.is / 440 9000.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í kerfis- og netrekstri

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í hugbúnaðarþróun

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, radningar@advania.is.

Sækja um
Almenn umsókn um önnur störf

Hjá Advania leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt, framtakssamt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn.

Vinsamlega athugaðu að þú getur einnig sent inn almenna umsókn um starf í hugbúnaðarþróun eða kerfis- og netrekstri.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, radningar@advania.is.

Sækja um