Andrés Már Harðarson

Er kerfisstjóri hjá rekstarlausnum Advania.

Hvernig spilar þjónustan inn í þitt starf?

Ég er að svara símtölum frá notendum í vanda. Ég er líka í tölvupóstsamskiptum við þau í gegnum beiðnakerfið okkar og fer oft og reglulega í útkall eða viðveru hjá viðskiptavini. Stundum bara að setja upp einstaka tölvur en líka að laga eða koma að aðstoða við hluti sem ekki var hægt að leysa í fjarvinnu. Svona „hands on“ verkefni er snúa að tengingum á jaðar og notendabúnaði.

Sem nýr forstöðumaður á Skjóli þurfti ég að hafa samband við fjölmörg fyrirtæki og leita eftir þjónustu þeirra. Sá sem toppaði allt með framúrskarandi þjónustu, elskulegu viðmóti og útsjónarsemi, heitir Andrés hjá Advania.

Dögg Harðardóttir forstöðumaður á Skjóli

Hvernig er samvinnan í deildinni?

Virkilega góð við erum öll dugleg að aðstoða hvort annað og erum ekki feimin að flagga því ef okkur sjálfum vantar aðstoð við eitthvað. Fólk er með mismunandi sérsvið og þá er gott að geta leitað til samstarfsmanna hvort sem er með að hnippa í þá sem sitja nærri. Eða leita til á samskiptarásum sem við erum að notast við í vinnunni.

Það er mikil hrósmenning hérna hjá okkur í SPOC’inu og það hvetur okkur áfram í daglegum störfum. Við erum að hrósa bæði hvoru öðru í tali og skrifum á samskiptarásum - yfirmaður okkar er líka dugleg að deila hrósunum sem við fáum úr beiðnakerfinu frá notendum til okkar - við erum líka með svona post it miða hrósvegg sem er gaman að labba fram hjá og lesa, eða bæta í.
Eins erum við með dashboard í rýmunum okkar og tölvum þar sem hrósin sem okkur í hópnum berast, eru fyrir framan okkur á hverjum degi.

Kynntu þér þjónustvegferð Advania

Ein áhrifamesta umbótin á þjónustu Advania var ákvörðunin um að gera jafn miklar kröfur um árangur í þjónustu og rekstri. Það þýddi að í hvert sinn sem árangur fyrirtækisins var mældur, var horft til upplifunar viðskiptavina af fyrirtækinu.

Sjáðu hvernig við náðum árangri í þjónustu