Hið daglega starf með tækninni
Sameiginleg lína
Inniheldur erindi um núverandi stöða viðskiptakerfa og framtíð þeirra með tilkomu gervigreindar og aukinnar sjálfvirkni. Sérstaklega verður farið dýpra í möguleika gervigreindar fyrir viðskiptalausnir og tækifæri sem liggja í sjálfvirknivæðingu og greiningu gagna.
Eftir það skiptum við okkur í tvo hópa þar sem gestum gefst kostur á að velja annað hvort Business Central eða Finance & Operations línu.
Business Central línan
Inniheldur erindi um hvernig hægt er að nota kerfið til hins ýtrasta ásamt því að samnýta það með öðrum Microsoft vörum.
Finance & Operations línan
Inniheldur erindi um ágæti þess að færa sig yfir í skýið ásamt erindum um þær viðbætur sem eru í boði.