Azure landing zone

Nýttu allt sem Azure hefur upp á að bjóða. Advania styður þig í þinni Azure vegferð – sem hefst með Azure landing zone!

Spjöllum saman

Við erum sérfræðingar í Azure

Azure landing zone er aðferðarfræði frá Microsoft um uppsetningu á skýjaumhverfi fyrirtækja. Ramminn á umhverfinu verður öruggur, skalanlegur og skilvirkur. Þessi skýra leið um skýið veitir tækifæri til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og vaxtar án vaxtaverkja.

Sérfræðiþekking

Advania mætir viðskiptavinum þar sem þeir eru staddir í sinni vegferð. Ertu rétt að byrja eða ertu nú þegar með umhverfi sem þú vilt fá aðstoð með?

Góður grunnur

Gott skipulag í Azure er mikilvægt svo að áframhaldandi framþróun og stækkun umhverfisins sé sem auðveldust.

Aðgangsstýring

Þú vilt að umhverfið þitt endurspegli vinnustaðinn og að réttir aðilar hafi réttan aðgang. Við fylgjum aðferðafræði „Principle of Least Privilege (POLP)“ til þess að tryggja það.

Kostnaðarstýring

Við sjáum um að setja upp fjárhagsáætlanir inn í Azure með okkar viðskiptavinum svo að ekki stofnist til óæskilegs kostnaðar í Azure.

Skipulag á Azure umhverfinu þínu

Azure býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika og sífellt fleiri fyrirtæki eru að kjósa að nýta Azure fyrir skýjalausnir á sviðum gervigreindar, hugbúnaðar og snjallforrita þróunar, gagnagreiningar, IoT tækja, netöryggis o.s.frv.

Til þess að nýta mátt Azure og allrar framþróunar sem er að eiga sér stað þar er lykilatriði að hafa Azure umhverfið sitt í lagi, alveg frá byrjun. Sérfræðingar okkar hjálpa þér að byggja upp umhverfi sem gerir þér kleift að gera það sem þú vilt í Azure.

Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um Azure landing zone? Sendu okkur fyrirspurn.