Öflug reiknivél
Öflug reiknivél Bakvarðar gerir notendum kleift að setja upp reiknireglur sniðnar að kjarasamningum hvers og eins. Reiknivélin tryggir rétta útreikninga á tímaskráningu starfsfólks.
Bakvörður styður flest launakerfi á íslenskum markaði og gerir notendum kleift að flytja gögn í launakerfi á einfaldan máta. Það minnkar vinnu við innslátt og dregur úr líkum á innsláttarvillum.
Sjálfbærni og sjálfvirkni
Starfsfólk getur stimplað sig inn og út á mismunandi vegu. Með stimpilklukku á vegg, í spjaldtölvu, tölvu eða snjallsíma. Bakvörður styður snertilausa stimplun með aðgangskortum.
Öflug aðgangsstýring gefur stjórnendum möguleika að stýra aðgengi eftir þörfum notenda. Starfsfólk getur ýmist skoðað eða lagfært eigin skráningar, lagt fram óskir um orlof og skoðað réttindastöðu svo sem orlof. Millistjórnendur hafa góða yfirsýn yfir skráningar og réttindi sinna undirmanna og geta gengið frá samþykktum fyrir launavinnslu.
Launadeildin hefur góða yfirsýn yfir skráningar allra og getur á einfaldan máta flutt gögn úr Bakverði yfir í launakerfi fyrir útborgun.
Alveg í skýjunum
Bakvörður er skýjalausn og aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Mánaðargjald miðast við fjölda stöðugilda.
Bakvörður býður upp á aðgengi og tengimöguleika
Snjallt viðmót
Snjallt viðmót Bakvarðar veitir starfsfólki gott aðgengi að sínum skráningum.
Aðgangstýringar Bakvarðar gera stjórnendum mögulegt að stýra aðgangi starfsfólks að ólíkum aðgerðum.
- Stimpla sig til og frá vinnu
- Skoða upplýsingar um viðveru og fjarveru
- Skrá fjarveru
- Leiðrétta skráningar
- Óska eftir fríum
- Skoða réttindastöðu, orlof, styttingu vinnuvikunnar og fleira
Öflug verkskráning
Fjölbreyttir skráningarmöguleikar Bakvarðar tryggja að allir sem þurfa að skrá tíma á verk hafa gott aðgengi að verkskráningu. Reiknivél Bakvarðar auðveldar útreikninga. Verkstjórar hafa gott aðgengi að skráningum til yfirferðar, lagfæringa og samþykkta.
Notendur geta nýtt vefþjónustur Bakvarðar til samþættinga á verkum og undirverkum frá verkbókhaldskerfi. Eins geta notendur sótt verkskráningar frá Bakverði yfir í verkbókhaldskerfi. Vefþjónustur Bakvarðar styðja öll helstu verkbókhaldskerfi.
Tengingar við önnur kerfi
Vefþjónustur Bakvarðar opna möguleika notenda til samþættinga við ýmis kerfi.
- Launa og mannauðskerfi
- Verkbókhaldskerfi
- Viðskiptagreind BI
- Mötuneytiskerfi / Matráður
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.