Öryggi gagna er forgangsatriði
Advania Eya leggur sérstaka áherslu á að vernda inntak samtala og öll viðkvæm gögn sem notendur setja í lausnina. Upplýsingar eru dulkóðaðar og ströng öryggisstefna Advania tryggir að allar upplýsingar séu öruggar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði. Þessar upplýsingar eru eingöngu aðgengilegar innan viðkomandi umhverfis og er ekki deilt eða sendar út fyrir þeirra veggi.
GPT-4o
Advania Eya byggir á GPT-4o líkaninu frá OpenAI sem er búið að sanna sig sem framúrskarandi spunagreindarlausn. GPT-4o er hannað til að skilja flóknar fyrirspurnir, greina samhengi og búa til svar sem er bæði ítarlegt og nákvæmt. Með stöðugum uppfærslum getur þessi lausn aðlagast breytilegum þörfum notenda og veitt þeim upplýsingar eða svör sem eru skilmerkileg og áreiðanleg.
Advania Eya er tvítyngd
Advania Eya skilur íslenska móðurmálið okkar en getur líka tekið við fyrirspurnum og svarað á ensku.
Skilningur
Advania Eya skilur flóknar spurningar og getur bæði svarað þeim og haldið þræði þegar spurningu er fylgt eftir með annarri. Svörin eru svo uppfærð eftir því sem samtalið þróast og ný gögn berast.
Nútímalegt viðmót
Flókinni tækni er pakkað inn í einfalt og auðskiljanlegt viðmót sem leiðir notendur áfram. Það gefur notendum greitt aðgengi að upplýsingum sem auðveldar þeim að framkvæma aðgerðir á skilvirkan hátt.
Samþætting við Azure
Í Azure er hægt að hafa umsjón með forritum, byggja upp og stýra rekstri þjónusta milli mismunandi skýjaþjónusta.
Viltu hefja þína vegferð?
Advania býður leiðsögn og stuðning, bæði við mótun stefnu til lengri tíma eða til að bæta gervigreind við nýjar sem núverandi lausnir.
Ekki hika við að senda okkur línu og fá ráðgjöf frá mörgum af færustu sérfræðingum landsins í gervigreind og öllu sem henni tengist.
Persónuvernd
Vinnsla persónuupplýsinga í Advania Eya uppfyllir öll viðeigandi ákvæði persónuverndarlaga.
Þjónustan er hönnuð með friðhelgi notenda í huga. Þetta þýðir að svör Advania Eya byggja eingöngu á þeim upplýsingum sem þú miðlar inn í Advania Eya.
Upplýsingar sem hlaðið er upp eru dulkóðaðar og geymdar á öruggan hátt til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang. Beiðnir í gegnum eya eru unnar í Bretlandi en gögnin sem eru send inn í mállíkanið (LLM) fara ekki út fyrir Evrópu.
Gervigreind eins og eya vinnur skjölin þín sjálfvirkt án mannlegrar íhlutunar nema annað sé sérstaklega tekið fram í þjónustuskilmálum eða persónuverndarstefnu.
Ef þú hefur spurningar um öryggi skjala sem unnið er með í Advania Eya, þá er alltaf best að hafa samband beint við okkur hjá Advania til að fá skýringar áður en viðkvæmu efni er hlaðið upp.
Á döfinni í heimi gervigreindar
Eigum við að ræða þína möguleika?
Sendu okkur línu og við höfum samband um hæl.