Flóra

Flóra veitir starfsfólki og stjórnendum aðgang að sínum mannauðsupplýsingum úr H3 launa- og mannauðskerfinu. Með góðu aðgengi að mannauðsupplýsingum geta stjórnendur og starfsfólk verið sjálfbær með að afla sér upplýsinga.

allar upplýsingar um þína mannauðsflóru

Mannauðurinn vex með Flóru

Gott aðgengi

Flóra er í skýinu og veitir einfalt aðgengi starfsfólks og stjórnenda að sínum mannauðsupplýsingum í vefviðmóti og á snjalltækjum.

Flóra er aðgengileg á íslensku og ensku.

Yfirsýn stjórnenda

Stjórnandi hefur yfirsýn yfir upplýsingar um starfsfólk eins og yfirlit yfir orlof, réttindi og starfsaldur.

Stjórnandi getur séð nánustu aðstandendur og aðrar tengiliðaupplýsingar fyrir starfsfólkið.

Yfirsýn starfsfólks

Starfsfólk sér upplýsingar um sitt orlof, réttindi og starfsaldur.

Starfsfólk getur sjálft skráð og uppfært upplýsingar um nánustu aðstandendur.

Skipurit

Hægt er að leita eftir nafni til að sjá hvar starfsfólk er statt í skipuriti.

Skipuritið sýnir fjölda starfsfólks í hverri deild og sýnir líka tengiliðaupplýsingar hvers starfsmanns.

Jafnlaunagátt

Jafnlaunagátt heldur utan um ferli launabreytinga.

Stjórnandi getur klárað launabreytingar síns starfsfólk með góðu aðgengi að öllum upplýsingum.

Einföld upplýsingagjöf

Flóra hjálpar mannauðsfólki að einfalda upplýsingagjöf

Gott aðgengi

Flóra er í skýinu og veitir einfalt aðgengi starfsfólks og stjórnenda að sínum mannauðsupplýsingum í vefviðmóti og á snjalltækjum.

Flóra er aðgengileg á íslensku og ensku.

Yfirsýn stjórnenda

Stjórnandi hefur yfirsýn yfir upplýsingar um starfsfólk eins og yfirlit yfir orlof, réttindi og starfsaldur.

Í Flóru geta stjórnendur séð fjarvistir starfsfólks síðastliðna 12 mánuði.

Yfirsýn starfsfólks

Starfsfólk sér upplýsingar um sitt orlof, réttindi og starfsaldur. Í Flóru hefur starfsfólk aðgang að sínum launaseðlum.

Starfsfólk getur sjálft skráð og uppfært upplýsingar um nánustu aðstandendur.

Skipurit

Hægt er að leita eftir nafni til að sjá hvar starfsfólk er statt í skipuriti.

Skipuritið sýnir fjölda starfsfólks í hverri deild og sýnir líka tengiliðaupplýsingar hvers starfsmanns.

Launagátt

Launagáttin heldur utan um ferli launabreytinga.

Stjórnandi getur klárað launabreytingar síns starfsfólk með góðu aðgengi að öllum upplýsingum.

Einföld upplýsingagjöf

Flóra einfaldar upplýsingagjöf mannauðsfólks til stjórnenda og starfsfólks.

Það er frábært að geta tryggt aukið jafnrétti í launaákvörðunum, gert stjórnendur sjálfstæðari og öruggari og auðveldað vinnu launadeildar allt með einni lausn.
Sigrún Ósk Jakobsdóttir
Mannauðsstjóri Advania

Framkvæmdu launabreytingar með einföldum hætti

Launagáttin er lausn á vef með tengingu við H3 launa- og mannauðslausnina og möguleika á tengingu við rafræna undirritun. Launagáttin heldur utan um ferli launabreytinga á þann veg að stjórnandi fær aðgang að upplýsingum um laun starfsmanns og skráningu í jafnlaunakerfi úr H3 launa- og mannauðslausninni ásamt upplýsingum um launabil fyrir viðkomandi starf.

Með þessum hætti getur stjórnandi verið sjálfbær á að klára launabreytingar síns starfsfólk með góðu aðgengi að öllum upplýsingum. Þegar stjórnandi hefur klárað launabreytingaferlið fara þær upplýsingar til launafulltrúa sem samþykkir þær breytingar inn í launakerfið.

Styrkir í Flóru

Í Flóru er hægt að bjóða starfsfólki að sækja um styrki eins og til dæmis heilsustyrk, samgöngustyrk eða símastyrk. Einnig er hægt að stofna aðrar styrkjaumsóknir eftir þörfum.

Starfsfólk hefur yfirsýn yfir sína styrki, hvaða upphæð er í boði og hvenær var síðast sótt um. Með umsóknum er hægt að bæta við fylgiskjölum og undirrita viðauka rafrænt ef þess er óskað. Umsjónaraðili styrkja getur yfirfarið umsóknir í Flóru og samþykkt til greiðslu.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Flóru mannauðslausn? Sendu okkur fyrirspurn.