Salesforce Cloud viðbætur

Salesforce Service Cloud

Í dag gera viðskiptavinir ríkar kröfur um upplifun og gæði þegar það kemur að þjónustu og samskiptum. Service Cloud frá Salesforce gerir þér kleift að standast þær kröfur.

Í yfir 11 ár hefur Service Cloud verið leiðandi í að styðja fyrirtæki í að bjóða upp á bestu mögulegu upplifun af stafrænni þjónustu og þjónustustjórnun(1)(2).

Lykilstyrkur Service Cloud er hve auðvelt er að sníða lausnina að þörfum og hraða sem hentar hverju fyrirtæki og viðskiptavinum þess, hvort sem að það á við um einstaka hluta Service Cloud eins og málastjórnun (e. Case management), sjálfþjónustu (e. Self-service), vettvangsþjónustu (e. Field service) eða þjónustuborð (e. Lightning console).

Salesforce gerir fyrirtækjum kleift að sjálfvirknivæða ferla, samskipti og eftirlit, innleiða gervigreind (e. artificial intelligence) og internet hluta (e. Internet of things), á einfaldan og aðgengilegan hátt.

 

Gartner Peer Insights Customers’ Choice(Gartner, SFDC) - Salesforce Service Cloud Peer Review (Gartner)

Leiðtogi í þjónustulausnum

Í nýustu greiningu Gartner á þjónustulausnum er Salesforce nefnt sem leiðtogi og er vel á undan helstu samkeppnisaðilum. Greiningin fjallar um 14 af helstu söluaðila á þjónustulausnum og tekur viðmið af mörgu, meðal annars hæfni til að framkvæma og framtíðarsýnar.

 

Sjá greininguna

Þjónustuborð – Lightning Service Console

Hvernig ná þínir starfsmenn forskoti þegar það kemur að því að þekkja viðskiptavininn og hans þarfir? Með því að hafa allar upplýsingar á einum stað, hvort sem það á við um samskipti, viðskipti eða þarfir. Í Lightning Service Console hafa starfsmenn aðgang að öllum upplýsingum og leiðbeiningum sem þeir þurfa á einni skjámynd og geta átt í samskiptum við viðskiptavin á öllum rásum hvort sem að það er í gegnum síma, smáskilaboð, tölvupóst, vefspjall eða samfélagsmiðla.

Þekkingarstjórnun – Knowledge management

Hvert og eitt fyrirtæki býr yfir miklu magni af þekkingu og reynslu. Oft er þessi þekking læst inn í einstaka starfsmönnum eða deildum, óaðgengileg fyrir aðra.

Í Service Cloud er öflugt þekkingarstjórnunar kerfi sem gerir fyrirtækjum mögulegt að skrá niður, safna og flokka þekkingu og leiðbeiningar. Með því móti getur fyrirtækið sem heild veitt viðskiptavinum sínum stefnufasta svörun tengda þjónustu og sölu. Þekking sniðin að samhengi mála er síðan aðgengileg fyrir starfsmenn í þjónustuborði, málavinnslu eða þar sem þeir þurfa á henni að halda. Á sama hátt geta viðskiptavinir haft aðgang að þekkingu og leiðbeiningum á vefsíðu, sjálfsþjónustu, smáforriti eða eigin síðum á innri vef.

Málastjórnun – Case Management

Einn mesti styrkleiki Service Cloud er öflugt málastjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum mögulegt að beina hverju og einu máli og fyrirspurn á rétta manneskju eða deild á skjótan og sjálfvirkan hátt. Starfsmenn ná nýjum hæðum þegar það kemur að því að veita skjóta og góða þjónustu með sjálfvirkjum leiðbeiningum, aðgangi að réttri þekkingu og sjálfvirku eftirliti sem sér til þess að ferlum og þjónusturéttindum sé ávalt fylgt.

Fjölrása samskipti – Omni Digital Channels

Viðskiptavinir gera þá kröfu á fyrirtæki að þeir geti haft samband á þeirri rás sem að þeir kjósa. Hvort sem að það er í gegnum tölvupóst, smáskilaboð, símahringingu, vefspjall, spjallforrit eða samfélagsmiðla. Í Service Cloud geta fyrirtæki tekið á móti fyrirspurnum og þjónustubeiðnum í gegnum allar helstu rásir. Starfsmenn geta haft samskipti við einn eða fleiri viðskiptavini á öllum rásum samtímis. Í Service Cloud getur þú hannaðu þitt eigið vefspjall fyrir heimasíðu eða snjallforrit með innbyggðum spjallmenni (e. Chatbot) og svarað viðskiptavinum í gegnum alla helstu samfélagsmiðla eins og Twitter, Instagram, Facebook, Messenger og YouTube. Á sama hátt getur þú beint og svarað öllum samskiptum í gegnum tölvupóst, síma, heimasíðu og smáskilaboð í gegnum Service Cloud.

Vettvangsþjónusta – Field Service Lightning

Í vettvangsþjónustu skiptir skipulag, rauntíma samskipti og fagleg þjónusta öllu máli. Field Service Lightning hlutinn í Service Cloud gerir það mögulegt. Skráning heimsókna á starfsmenn eða vinnuhópa er leikur einn, hvort sem að það er gert handvirkt eða sjálfvirkt. Starfsmenn í vettvangsþjónustu fá aðgang að öllum þeim upplýsingum sem þeir þurfa um viðskiptavin, staðsetningu, útbúnað, vörur og verkefni sem þeir þurfa á að halda í snjallforriti sem virkar þó að þeir séu staddir í kjallara með ekkert netsamband. Á sama tíma geta starfsmenn sem deila niður verkefnum haft gott yfirlit yfir stöðu verkefna og staðsetningu starfsmanna og vinnuhópa á hverjum tíma.

Sjálfþjónusta – Self-Service Community

Í dag vilja margir viðskiptavinir nálgast leiðbeiningar og upplýsingar á auðveldan hátt sem gera þeim kleift að þjónusta sig sjálfir. Í Service Cloud geta fyrirtæki birt leiðbeiningar og upplýsingar úr þekkingarstjórnunarkerfi á ytri hjálparsíðum. Að auki geta fyrirtæki hannað sína eigin samfélagsþjónustu (e. Community Portal). Þar sem viðskiptavinir geta nálgast leiðbeiningar, sent inn beiðni fyrir þjónustu og hjálp, leitað aðstoðar frá starfsmönnum og öðrum viðskiptavinum og margt fleira. Á sama tíma hafa starfsmenn 360° sýn á athafnir viðskiptavinar á samfélagsþjónustuvefnum og geta því svarað hraðar og í réttu samhengi.

Hámarks ávinningur

Advania er samstarfsaðili Salesforce hér á landi og hefur byggt upp sterkan hóp ráðgjafa sem styðja við innleiðingu Salesforce-lausna, kennslu og ráðgjöf auk aðlögunar og samþættingar þeirra við önnur upplýsingakerfi þar sem slíkt er nauðsynlegt.
   
Við höfum um árabil unnið með mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins að innleiðingu á Salesforce og þróun umhverfisins. Markmið okkar er að stuðla að skjótri og markvissri innleiðingu og kennslu á kerfið, og að uppsetning þess sé með þeim hætti að kerfið m
æti sem best viðskiptalegum kröfum viðskiptavina okkar. Þannig hámörkum við ávinning viðskiptavina.

Viltu vita meira?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn