Liva bókunarlausnin – notkun og innleiðing
Veffundur þar sem við fórum við yfir helstu eiginleika lausnarinnar, hvernig hún getur einfaldað bókunarferli og stutt við betri yfirsýn og rekstur.
Af hverju Liva?
- Fyrirsjáanlegur kostnaður.
- Einfaldar bókunarferla með góðum samþættingum við bókhaldskerfi, tengingar við SMS þjónustur og önnur markaðstól.
- Sparar tíma, dregur úr kostnaði og eykur sjálfvirkni.
- Gerir kleift að halda utan um allan rekstur á einum stað.
- Heldur utan um aðföng eins og starfsfólk, búnað og tæki.
Þróað með viðskiptavinum fyrir viðskiptavini
Þróun bókunarlausnarinnar Liva hófst í kjölfar beiðna frá viðskiptavinum okkar.
Við fengum ferðaþjónustuaðila með í lið við þróun vörunnar.
Ágúst Elvarsson rekstrarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni með okkur frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum. Hér fyrir neðan má heyra reynslu Ágústs af Liva.
Við höfum verið þátttakendur í þróuninni frá upphafi. Vegna Liva mun ég geta skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari kerfum.
rekstrarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf.
Prófaðu frítt í 30 daga
- Þú getur haft umsjón með mörgum verkefnum og stöðum í sama kerfinu.
- Notaðu viðbætur til að bjóða upp á beinar bókanir frá hvaða vefsíðu sem er.
- Notaðu verslunina sem er í boði í gegnum Liva kerfið.
Virkar með þinni greiðslulausn
Tölum saman
Viltu vita meira um Liva? Sendu okkur fyrirspurn.