Power Platform vinnustofa
Stafræn umbreyting með Power Platform opnar nýja möguleika fyrir fyrirtæki til að ná ótrúlegum árangri á skömmum tíma. Við bjóðum fyrirtækjum vinnustofu þar sem við kortleggjum tækifæri þeirra í sjálfvirknivæðingu, gagnadrifinni ákvarðanatöku og þróun sérsniðinna lausna. Vinnustofan veitir heildstæða sýn á hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka skilvirkni í rekstri og efla verðmætasköpun.
Hefur þú áhuga á að kanna möguleikana sem Power Platform býður upp á fyrir þitt fyrirtæki? Hafðu samband og við finnum tíma sem hentar þér.
Vasa – Betra yfirlit yfir kostnaðarskráningu
VASA er lausn í Microsoft Power Platform sem einfaldar utanumhald um kvittanir og skráningar á útlögðum kostnaði starfsmanna, notkun á lausafjármunum og skráningar á kaupum með fyrirtækjakorti.
Sigfús Jónasson sölustjóri Power Platform og gervigreindar og Viktor Steinarsson deildarstjóri Business Central þróunar og gagnagreindar hjá Advania ræddu á veffundi um þessa nýju lausn.
Réttar ákvarðanir og sjálfvirkari ferlar með Power Platform
Power BI
Að hafa góða yfirsýn yfir stöðu mála getur skipt miklu máli í ákvörðunartöku um rekstur fyrirtækja. Þar kemur PowerBI sterkt inn sem öflugt verkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með einföldum hætti.
Power Apps
Power Apps er “low-code” sérlausnaumhverfi fyrir Microsoft lausnir á borð við Dynamics 365, Business Central, Teams, SharePoint og fleira. Með power Apps er auðvelt og fljótlegt að þróa öpp, rafræn eyðublöð og þjónustugáttir fyrir vef eða IOS og Android snjalltæki.
Power Automate
Power Automate er fyrst og fremst öflug ferlalausn með yfir 300 tengingar við önnur kerfi. Án forritunarkunnáttu er hægt að þróa rafrænar samþykktir, sjálfvirka verkferla og láta gögn flæða á milli kerfa. Við mælum með að skoða AI builder til viðbótar við Power Automate. Með AI builder færðu öflugt gervigreindartól sem nýtist við gagnagreiningu og til að spá fyrir um næstu skref í þínum viðskiptum.
Námskeið framundan
Advania skólinn býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í Power BI. Þau eru af öllum stærðum og gerðum, og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Á byrjendanámskeiðunum er farið yfir grunnatriði í uppsetningu á skýrslum og mælaborðum í Power BI, ásamt dreifingu á skýrslum innan fyrirtækis.
Framhaldsnámskeið í Power BI er tilvalið fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og þá sem hafa einhvern grunn í Power BI. Þar er farið dýpra ofan í möguleikana sem Power BI hefur upp á að bjóða.
Microsoft Copilot fyrir byrjendur – 15. maí 2025
Nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna. Námskeiðið spannar þrjár klst og kostar 29.900 kr. m. vsk.
Skoða nánarPower BI fyrir byrjendur – 21. og 22. maí 2025
Hið sívinsæla fjarnámskeið í Power BI fyrir byrjendur. Microsoft Power BI auðveldar stjórnendum og greinendum til muna að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækis. Námskeiðið spannar tvo daga og kostar 59.000 kr. m. vsk.
Skoða nánarMicrosoft Copilot fyrir byrjendur – 19. júní 2025
Nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna. Námskeiðið spannar þrjár klst og kostar 29.900 kr. m. vsk.
Skoða nánarPower BI fyrir byrjendur – 23. og 24. júní 2025
Hið sívinsæla fjarnámskeið í Power BI fyrir byrjendur. Microsoft Power BI auðveldar stjórnendum og greinendum til muna að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækis. Námskeiðið spannar tvo daga og kostar 59.000 kr. m. vsk.
Skoða nánarFréttir af Microsoft lausnum
Spjöllum saman
Viltu vita meira um Microsoft Power Platform? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.