Microsoft Power Platform

Microsoft Power Platform er öflug lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að umbreyta starfsemi sinni. Hvort sem þörf er á sérsniðnum öppum, sjálfvirku vinnuflæði eða greiningu á gögnum þá býður Power Platform upp á allt sem þú þarft til að ná árangri.

Heyrðu í okkur og byrjaðu ferðalagið núna.

Spjöllum saman

Nýttu krafta Power Platform til að hraða stafrænni umbyltingu

Lækkun á kostnaði

Power Platform getur aðstoðað fyrirtæki við að lækka þróunarkostnað þar sem það býður upp á „low-code“ þróunarumhverfi sem flýtir fyrir þróun á öppum, skýrslum og vefsíðum án þess að þurfa að greiða fyrir dýr þróunarleyfi og vélbúnað.

Sjálfvirknivæðing ferla

Tími þinn er dýrmætur. Með gervigreind er hægt að sjálfvirknivæða mikilvæga en tímafreka ferla - eins og reikningagerð, gagnastjórnun og umsóknareyðublöð - sem þýðir að fólkið þitt þarf aðeins að takast á við undantekningartilvikin.

Hraðari nýsköpun

Að leysa vandamál verður eðlilegur hluti af vinnuflæði þínu. Þegar teymi í mismunandi deildum, eins og starfsmannamálum, fjármálum, markaðssetningu eða þjónustu við viðskiptavini, byrja að umbreyta ferlum sínum, muntu geta framkvæmt breytingar á auðveldari hátt en nokkru sinni fyrr.

Við hjálpum þér að ná árangri

Okkar reynsla sýnir að fyrirtæki geta náð skjótum árangri í stafrænni umbreytingu með Power Platform. Við veitum alhliða ráðgjöf til að hjálpa þínu fyrirtæki að auka nýsköpun, sjálfvirknivæða ferla og bæta ákvarðanatöku með nýtingu gagna.

Bókaðu fund og ræðum næstu skref á þinni vegferð í stafrænni umbreytingu.

Spjöllum saman
Kynntu þér málið

Vasa – Betra yfirlit yfir kostnaðarskráningu

VASA er lausn í Microsoft Power Platform sem einfaldar utanumhald um kvittanir og skráningar á útlögðum kostnaði starfsmanna, notkun á lausafjármunum og skráningar á kaupum með fyrirtækjakorti.

Sigfús Jónasson sölustjóri Power Platform og gervigreindar og Viktor Steinarsson deildarstjóri Business Central þróunar og gagnagreindar hjá Advania ræddu á veffundi um þessa nýju lausn.

Réttar ákvarðanir og sjálfvirkari ferlar með Power Platform

Power BI

Að hafa góða yfirsýn yfir stöðu mála getur skipt miklu máli í ákvörðunartöku um rekstur fyrirtækja. Þar kemur PowerBI sterkt inn sem öflugt verkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með einföldum hætti.

Power Apps

Power Apps er “low-code” sérlausnaumhverfi fyrir Microsoft lausnir á borð við Dynamics 365, Business Central, Teams, SharePoint og fleira. Með power Apps er auðvelt og fljótlegt að þróa öpp, rafræn eyðublöð og þjónustugáttir fyrir vef eða IOS og Android snjalltæki.

Power Automate

Power Automate er fyrst og fremst öflug ferlalausn með yfir 300 tengingar við önnur kerfi. Án forritunarkunnáttu er hægt að þróa rafrænar samþykktir, sjálfvirka verkferla og láta gögn flæða á milli kerfa. Við mælum með að skoða AI builder til viðbótar við Power Automate. Með AI builder færðu öflugt gervigreindartól sem nýtist við gagnagreiningu og til að spá fyrir um næstu skref í þínum viðskiptum.

Námskeið framundan

Advania skólinn býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í Power BI. Þau eru af öllum stærðum og gerðum, og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Á byrjendanámskeiðunum er farið yfir grunnatriði í uppsetningu á skýrslum og mælaborðum í Power BI, ásamt dreifingu á skýrslum innan fyrirtækis.

Framhaldsnámskeið í Power BI er tilvalið fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og þá sem hafa einhvern grunn í Power BI. Þar er farið dýpra ofan í möguleikana sem Power BI hefur upp á að bjóða.

18.2.2025 09:00:00
Power BI fyrir byrjendur – 18. og 19. febrúar 2025

Hið sívinsæla fjarnámskeið í Power BI fyrir byrjendur. Microsoft Power BI auðveldar stjórnendum og greinendum til muna að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækis. Námskeiðið spannar tvo daga og kostar 59.000 kr. m. vsk.

Skoða nánar
Fara í Advania skólann

Fréttir af Microsoft lausnum

Allt sem þið hafið lesið um Copilot er satt! ​ Án þess að eiga í hættu á að hljóma eins og „ekta sölumanneskja“ þá get ég hérna í þessum skrifuðu orðum hreinskilnislega staðfest að Copilot er algerlega málið! ​
Meta hefur nú staðfest opinberlega að Workplace muni hætta árið 2026. Á næsta ári lokar Workplace fyrir nýjar færslur en fyrirtæki fá þó tíma eftir það til að afrita gögnin sín.
Áhugaverður morgunverðarfundur fór fram í höfuðstöðvum Advania og á starfstöðinni Akureyri þar sem rætt var um Z-kynslóðina á vinnumarkaði. Á fundinum Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn? var fjallað um þær áskoranir sem fylgja fyrir vinnustaði.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um Microsoft Power Platform? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.