Nýttu krafta Power Platform til að hraða stafrænni umbyltingu
Lækkun á kostnaði
Power Platform getur aðstoðað fyrirtæki við að lækka þróunarkostnað þar sem það býður upp á „low-code“ þróunarumhverfi sem flýtir fyrir þróun á öppum, skýrslum og vefsíðum án þess að þurfa að greiða fyrir dýr þróunarleyfi og vélbúnað.
Sjálfvirknivæðing ferla
Tími þinn er dýrmætur. Með gervigreind er hægt að sjálfvirknivæða mikilvæga en tímafreka ferla - eins og reikningagerð, gagnastjórnun og umsóknareyðublöð - sem þýðir að fólkið þitt þarf aðeins að takast á við undantekningartilvikin.
Hraðari nýsköpun
Að leysa vandamál verður eðlilegur hluti af vinnuflæði þínu. Þegar teymi í mismunandi deildum, eins og starfsmannamálum, fjármálum, markaðssetningu eða þjónustu við viðskiptavini, byrja að umbreyta ferlum sínum, muntu geta framkvæmt breytingar á auðveldari hátt en nokkru sinni fyrr.