Allur reksturinn á einum stað
Fjárhagur
Fjárhagur gerir þér kleift að halda utan um eignir, afstemmingu, uppgjör, verkbókhald, viðskiptakröfur og skuldir á einum stað. Kerfiseiningarnar eru samþættar og veita innsýn í reksturinn.
Með aukinni yfirsýn sem fjárhagskerfi Oracle veita, verður reksturinn öruggari og fyrirsjáanlegri.
Vörustýring
Oracle býður upp á skilvirkar lausnir þegar kemur að vörustýringu. Með vörustýringarkerfi Oracle er auðvelt að halda utan um birgðir, framleiðslu, innkaup og sölu. Kerfið býður líka upp á góðar leiðir til eignaumsjónar, vefverslunareiningu og útboðskerfi.
Mannauður
Mannauðskerfi Oracle samanstendur af fjölbreyttum einingum þar sem stjórna má upplýsingum um mannauð fyrirtækisins eða stofnunarinnar á hagkvæman og árangursríkan hátt. Einingarnar geta staðið stakar eða saman sem heildarmannauðslausn.