Allur reksturinn á einum stað
Fjárhagur
Fjárhagur gerir þér kleift að halda utan um eignir, afstemmingu, uppgjör, verkbókhald, viðskiptakröfur og skuldir á einum stað. Kerfiseiningarnar eru samþættar og veita innsýn í reksturinn. Með aukinni yfirsýn sem fjárhagskerfi Oracle veita, verður reksturinn öruggari og fyrirsjáanlegri.
Vörustýring
Oracle býður upp á skilvirkar lausnir þegar kemur að vörustýringu. Með vörustýringarkerfi Oracle er auðvelt að halda utan um birgðir, framleiðslu, innkaup og sölu. Kerfið býður líka upp á góðar leiðir til eignaumsjónar, vefverslunareiningu og útboðskerfi.
Mannauður
Mannauðskerfið samanstendur af fjölbreyttum kerfishlutum þar sem stjórna má upplýsingum og aðgerðum um mannauð fyrirtækis eða stofnunar á hagkvæman og árangursríkan hátt. Saman mynda kerfishlutarnir heildarmannauðslausn. Við hjá Advania bjóðum upp á virðisaukandi þjónustu við mannauðskerfið og styðjum þannig viðskiptavininn til að ná sem bestum árangri í faglegri mannauðsstjórnun. Fáðu aðstoð við að nýta kerfið þitt betur.