Orri

Við seljum virðisaukandi þjónustu til stofnana sem nota fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og tökum einnig að okkur nýsmíði og viðhald lausna í Apex, sem nýtist m.a. sem skýrslugerðartól ofan á kerfið.

Spjöllum saman

Allur reksturinn á einum stað

Fjárhagur

Fjárhagur gerir þér kleift að halda utan um eignir, afstemmingu, uppgjör, verkbókhald, viðskiptakröfur og skuldir á einum stað. Kerfiseiningarnar eru samþættar og veita innsýn í reksturinn. Með aukinni yfirsýn sem fjárhagskerfi Oracle veita, verður reksturinn öruggari og fyrirsjáanlegri.

Vörustýring

Oracle býður upp á skilvirkar lausnir þegar kemur að vörustýringu. Með vörustýringarkerfi Oracle er auðvelt að halda utan um birgðir, framleiðslu, innkaup og sölu. Kerfið býður líka upp á góðar leiðir til eignaumsjónar, vefverslunareiningu og útboðskerfi.

Mannauður

Mannauðskerfið samanstendur af fjölbreyttum kerfishlutum þar sem stjórna má upplýsingum og aðgerðum um mannauð fyrirtækis eða stofnunar á hagkvæman og árangursríkan hátt. Saman mynda kerfishlutarnir heildarmannauðslausn. Við hjá Advania bjóðum upp á virðisaukandi þjónustu við mannauðskerfið og styðjum þannig viðskiptavininn til að ná sem bestum árangri í faglegri mannauðsstjórnun. Fáðu aðstoð við að nýta kerfið þitt betur.

Vinnustund

Vinnustund heldur utan um réttindi starfsfólks; hvers konar leyfi, hvíldartímabrot, veikindi og margt fleira. Hún er því miklu meira en bara stimplunarkerfi.
Þessa dagana er mikil áhersla hjá stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum að skoða veikindi starfsfólks og greina upplýsingar tengdar þeim. Í Vinnustund er hægt að skoða veikindi starfsfólks, veikindi v/barna og nýta sér Bradford skýrslu. Sú skýrsla reiknar veikindi út frá Bradford kvarða. Gefin eru mismunandi stig eftir því hvort starfsfólk er veikt einn og einn dag eða samfleytt til lengri tíma. Út frá því er hægt að finna þau sem eru með tíð skammtímaveikindi og vinna með þau mál ef þurfa þykir.

Í gegnum tengingu við APEX er veikindahlutfallsskýrsla, þar sem hægt er að skoða veikindahlutfall eftir mánuðum eða árum og bera saman við aðrar stofnanir.
Vaktakerfið Vinna er hluti af Vinnustund og notað til þess að skipuleggja vaktir hjá vaktavinnufólki.
Ráðgjafar Vinnustundar hafa verið fengnir til að kenna, bæði vaktasmiðum og yfirmönnum, hjá stofnunum. Þá fara ráðgjafar yfir nokkur atriði og síðan vinna vaktasmiðirnir/yfirmennirnir sjálf í VinnuStund. Þau vinna á sínum gögnum, útbúa vaktir, samþykkja tíma og fleira. Það hefur gefið góða raun, því auk fræðslunnar, þá er verið að vinna á raungögnum og þau geta borið saman bækur sínar.

Vaktasmiðir á hverri stofnun eru oft fáir og dreifðir milli starfsstöðva. Það getur styrkt samvinnu þeirra á milli að hittast á námskeiði og bera saman bækur sínar og auðveldar þeim að geta leitað til annarra hjá stofnuninni varðandi ýmsar spurningar.

Smástund

Smástund er app sem er beintengt Vinnustund og inniheldur sjálfsþjónustu fyrir starfsfólk.

Sjáðu Smástund nánar

Matráður

Matráður – mötuneytiskerfi tengist Vinnustund. Þegar starfsfólk hefur störf og er tengt í Vinnustund þá fara upplýsingar um það rafrænt yfir í Matráð. Einnig fara úttektir þeirra rafrænt úr Matráði yfir í Vinnustund og þaðan yfir í launakerfi Orra.
Utanumhald úttekta í mötuneytum hefur verið með ýmsum hætti í gegnum tíðina. Algengast var að nota blað og penna þar sem starfsfólk skráði sig í mötuneytinu sjálfu eða einn aðili sat og merkti við. Einnig voru matarmiðar notaðir.

Matráður leysir þetta gamla kerfi af hólmi og sparar því mikinn tíma og fyrirhöfn. Starfsfólk getur notað auðkenniskort til þess að skrá úttekir en einnig kennitölu eða starfsnúmer ef nándarskynjari/auðkenniskort eru ekki til staðar. Starfsfólk getur séð yfirlit yfir sínar úttektir bæði í Vinnustund og í Smástund.
Hægt er að setja upp fleiri en eina skráningarstöð fyrir Matráðinn, t.d. eina fyrir mötuneyti, aðra fyrir sjoppu og þriðju fyrir kaffihús.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa þjónustu? Sendu okkur fyrirspurn.