Góð þjónusta með réttu tólunum
Þjónustuborð – Lightning Service Console
Í Lightning Service Console hefur starfsfólk aðgang að öllum upplýsingum og leiðbeiningum á einni skjámynd. Eiga má í samskiptum við viðskiptavini á öllum rásum; í síma, smáskilaboðum, tölvupósti, vefspjalli og samfélagsmiðlum.
Þekkingarstjórnun – Knowledge management
Í Service Cloud er öflugt þekkingarstjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að skrá niður og flokka upplýsingar og leiðbeiningar. Með því móti getur fyrirtækið veitt viðskiptavinum stefnufasta svörun í þjónustu og söluferli.
Málastjórnun – Case Management
Einn helsti styrkleiki Service Cloud er öflugt málastjórnunarkerfi. Það gerir fyrirtækjum kleift að beina málum og fyrirspurnum á rétta manneskju eða deild á sjálfvirkan hátt.
Fjölrása samskipti – Omni Digital Channels
Í Service Cloud geta fyrirtæki tekið við fyrirspurnum og þjónustubeiðnum á öllum helstu rásum. Starfsfólk getur átt samskipti við einn eða fleiri viðskiptavini á öllum rásum samtímis.
Vettvangsþjónusta – Field Service Lightning
Field Service Lightning-hlutinn í Service Cloud auðveldar skipulag og samskipti í vettvangsþjónustu. Skráning heimsókna á starfsfólk eða hópa er leikur einn, hvort sem er handvirkt eða sjálfvirkt.
Sjálfþjónusta – Self-Service Community
Í Service Cloud má birta leiðbeiningar og upplýsingar úr þekkingarstjórnunarkerfi á ytri hjálparsíðum. Að auki geta fyrirtæki hannað sína eigin samfélagsþjónustu (e. community portal).