Öryggiskerfi Verkada

Verkada er bylting í öryggiskerfum fyrir vinnustaði. Lausnin inniheldur snjallmyndavélar, aðgangsstýringu, skynjara, dyrasíma og gestamóttöku, allt tengt í gegnum skýjaþjónustu með notendavænu vefviðmóti. Með aðstoð gervigreindar er hægt að fylgjast með öllum byggingum í rauntíma og fá tilkynningar um óvenjulegar aðstæður, sem tryggir betri yfirsýn og aukið öryggi.

Spjöllum saman

Færðu þig inn í nútímann með Verkada

Myndavélar með nýjustu tækni

Vélarnar eru með innbyggðu minni sem geymir allt efni. Þær nota litla bandvídd og þurfa einungis eina netsnúru til að virka.

Aðgangur í gegnum skýið

Hnökralaus og örugg tenging við allar myndavélarnar á þínu kerfi. Ótakmörkuð geymsla fylgir með í skýinu.

Hugbúnaður sem stjórnar öllu

Þægilegt viðmót í gegnum vafra. Engin þörf á að niðurhala hugbúnaði eða tengingum.

Snjallari leið til að tryggja öryggi

Inni- og útimyndavélar Verkada skila yfir 50% skýrari mynd en 1080p Full HD myndavélar. Þegar hreyfingar eða atburðar sem þú hefur skilgreint verður vart, færðu tilkynningar í farsímann þinn til að fá aðgang að beinni myndstraumi í gegnum farsíma, vafra eða Verkada farsímaforritið.

Myndbandsupptökur eru örugglega geymdar á myndavélum og aðgengilegar í skýinu.

Í stuttu máli:

Allt á einum stað

Öflugur búnaður Verkada býður ekki bara upp á fyrirtaks öryggi, heldur er m.a hægt að skrá inn gesti, stýra hurðum og stjórna aðgengi. Þarna er því kjörið að sameina kosti margra lausna undir einni.

Spjöllum saman

Hentar sérstaklega fyrir

Menntastofnanir
Skrifstofur
Verslanir
Veitingastaði
Iðnaðarsvæði
Fjármálastofnanir
Heilbrigðis- og umönnunarstofnanir
Líkamsræktarstöðvar

Láttu gervigreindina standa vaktina

Hægt er að setja upp viðburði sem þú vilt að fylgst er með. Til að mynda ef manneskja fer á ákveðið svæði á ákveðnum tíma, eða bíltegund kemur inn á bílastæði. Með krafti gervigreindar er svo hægt að leita auðveldlega eftir viðburðum, eða fá tilkynningar þegar þeir gerast.

Helstu spurningar og leiðbeiningar

Vélarar eru tengdar með einni netsnúru. Straumur kemur í gegnum Power over Ethernet.

Á SD-kortum í myndavélinni og hægt að geyma í 30 daga.

Allt myndefni er encrypted (læst) og kerfið lætur vita ef átt er við myndavélina.

Verkada er með framúrskarandi leit sem notar gervigreind til fulls. Getur leitað eftir sem dæmi litum á fatnaði eða hvort viðkomandi var með bakpoka. Færslum í öðrum kerfum t.d bókhaldskerfum, notað OpenAi leit. T.d ef einhver klifrar yfir grindverk eða bílnúmer kemur í mynd. Sjón er sögu ríkari hér.

Kerfið sendir Email, SMS eða notification í app um leið og eitthvað gerist ásamt því að þú sérð stöðuna á yfirlitskorti.

Kosturinn við að hafa aðgangstýringuna og myndavélarnar í sama kerfi þýðir að þú getur einfaldlega leitað eftir Tailgaiting og jafvel sent alert um leið og það er gert.

Með Verkada eru dyrasímarnir (intercom) hluti af myndavélakerfinu og með sömu möguleika og allt kerfið.

Í Verkada kerfinu er lítið mál að búa til áætlanir fyrir aðganga og óþarfi að láta verktaka fá kort. Þú getur sent lykilinn í símann hans.

Verkada býður upp á úrval af vörum og búnaði sem er hannaður til að auka öryggi og eftirlitsgetu. Vörurnar bjóða upp á ýmsa möguleika sem viðskiptavinir geta stillt eftir eigin höfði. Við ráðleggjum öllum viðskiptavinum að tryggja að með notkun búnaðarins sé farið að gildandi persónuverndarlöggjöf hverju sinni og að unnið sé með gögn með viðeigandi hætti. Það er á ábyrgð notanda að tryggja að notkun búnaðar sé í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Advania tekur ekki ábyrgð á misnotkun eða ólöglegri notkun búnaðarins. Vinsamlegast hafðu í huga að gögnum sem safnað er með eftirliti geta talist persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga og verður að vinna þær í samræmi við gildandi kröfur til að vernda rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Misnotkun eða notkun búnaðar sem brýtur í bága við persónuverndarlöggjöf getur leitt til sekta eða annarra viðurlaga sem notandinn ber ábyrgð á.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Verkada? Sendu okkur fyrirspurn og sérfræðingar okkar svara um hæl.