Fjölbreyttir notkunarmöguleikar
Visita er lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hafa yfirlit yfir heimsóknir gesta. Markmið lausnarinnar er að auðvelda skráningu gesta og hafa eftirlit með því hverjir eru í húsnæðinu.
Visita nýtist sem greiningartól yfir heimsóknir og nýtist bæði á skrifstofum og í verslunum. Hægt er að nota lausnina til að skrá t.d. ökutæki inn og út af svæðum.
Þú ert í góðum félagsskap
Sveigjanlegt móttökukerfi
Visita tengist starfsmannagrunnum og hægt er að nota QR kóða fyrir innskráningu. Útlit vefviðmótsins er hægt að aðlaga að óskum hvers og eins.
Visita gestaskráning hentar stærri sem smærri vinnustöðum og býður upp á að hafa fleiri en eina móttöku á hverjum vinnustað.
Einfalt í notkun og viðhaldi
Visita er einföld og ódýr lausn fyrir gestamóttöku. Uppsetning tekur skamma stund og kerfið er hagkvæmt í rekstri. Hægt er að setja kerfið upp á hvaða búnað sem er.
Ferlið er afar notendavænt. Sjálfvirk tilkynning berst með SMSi eða tölvupósti þegar gestur skráir sig inn og gesturinn fær skilaboð um að starfsmaðurinn hafi fengið tilkynningu um komu hans.
Pantaðu Visita rafrænt
Með því að ýta á hnappinn færist þú yfir á síðu Signet forms.
Hér getur þú undirritað skilmála til að kaupa Visita-kerfið. Að því loknu fer beiðni á tæknifólk Advania sem sér um að setja kerfið upp. Þau hafa samband við þig næsta virka dag. Þú getur einnig keypt vélbúnað fyrir gestaskráningarkerfið hér. Þú færð tölvupóst með frekari upplýsingum eftir að kaupin eru gengin í gegn.
Stofnkostnaður Visita felur í sér kaup á kerfinu og innleiðingu. Árlega er rukkað uppfærslugjald.
- Kaup á kerfinu - 370.000 kr. án vsk
- Uppfærslur - 92.000 kr á ári án vsk
Visita uppsetning - 110.000 kr án vsk
- Uppsetning á Visita:
- Uppsetning vefþjóns.
- Uppsetning fyrir gagnagrunn.
- Uppsetning á móttökuskjá með KIOSK mode.
- Uppsetning á samstillingu starfsmannalista við Azure AD úr einum eða fleiri hópum sé óskað eftir því.
- Uppsetning gerð í fjartengingu.
- Kennsla á kerfið þar sem farið er yfir helstu snertifleti kerfisins.
- Breytingar á textum.
- Breytingar á bakgrunnsmyndum.
- Tengingar við SMS og Email gáttir.
- Viðhald gagna (Starfsmannalista, móttökur, notendur o.s.frv.)
- Almenn notkun kerfisins.
Sé vélbúnaður keyptur hjá Advania er standsetning vélbúnaðar fyrir uppsetningu innifalin í verði. Annars fer verð eftir samkomulagi.
Tölum saman
Viltu vita meira um Visita? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.