Græjaðu framhaldslíf á þinn búnað
Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu á tölvubúnaði og farga úreltum eða óþörfum tölvubúnaði og vélbúnaði á öruggan og ábyrgan máta.
Advania tryggir að gömlu tækin séu endurunnin, endurnýtt eða gert við þau til að þau nýtist áfram. Þannig má draga úr umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á nýjum tölvubúnaði og koma í veg fyrir að eitrað rafrusl endi í landfyllingu. Þetta auðveldar einnig skipti yfir í nýjan búnað með því að nýta verðmæti sem verða til úr þeim eldri.
Endurnýting
Advania tekur á móti tölvubúnaði frá fyrirtækjum, lætur yfirara hann, eyðir gögnum af honum og gerir klárann fyrir nýtt hlutverk. Tölvubúnaður sem hefur lokið sinni vinnu hjá fyrirtækjum getur svo jafnvel nýst inn á heimili starfsfólks í framhaldinu. Greitt er fyrir yfirferð og gagnaeyðingu og getur Advania jafnframt haft milligöngu að áframselja starfsfólki vélbúnaðinn. Í flestum tilfellum má jafnvel kaupa auka ábyrgð á tölvubúnað.
Endursala
Advania tekur við gömlum búnaði og gefur inneign upp í nýjan. Gert er við tæki, þau eru yfirfarin og endurbyggð þegar því verður við komið til að lengja endingartíma þeirra og draga úr þörfinni fyrir framleiðslu nýrra vara. Með hjálp góðra samstarfsaðila komum við búnaði í nýtt hlutverk hérlendis sem og erlendis.
Endurvinnsla
Ef ekki er hægt að endurnýta tæki, endurvinna samstarfsaðilar Advania íhluti þeirra og hráefni á umhverfisvænan hátt. Með þessu er hægt að sporna við að gamall búnaður endi í landfyllingum, og tryggja lágmarks umhverfisáhrif.