Framhaldslíf búnaðar

Stuðlaðu að sjálfbærari framtíð með því að koma gömlum tölvubúnaði í endurnýtingu. Við hjálpum þér að gefa þínum búnaði framhaldslíf og gefum þér jafnvel inneign upp í nýjan.

Hefjumst handa

Græjaðu framhaldslíf á þinn búnað

Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu á tölvubúnaði og farga úreltum eða óþörfum tölvubúnaði og vélbúnaði á öruggan og ábyrgan máta.

Advania tryggir að gömlu tækin séu endurunnin, endurnýtt eða gert við þau til að þau nýtist áfram. Þannig má draga úr umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á nýjum tölvubúnaði og koma í veg fyrir að eitrað rafrusl endi í landfyllingu. Þetta auðveldar einnig skipti yfir í nýjan búnað með því að nýta verðmæti sem verða til úr þeim eldri.

Endurnýting

Advania tekur á móti tölvubúnaði frá fyrirtækjum, lætur yfirara hann, eyðir gögnum af honum og gerir klárann fyrir nýtt hlutverk. Tölvubúnaður sem hefur lokið sinni vinnu hjá fyrirtækjum getur svo jafnvel nýst inn á heimili starfsfólks í framhaldinu. Greitt er fyrir yfirferð og gagnaeyðingu og getur Advania jafnframt haft milligöngu að áframselja starfsfólki vélbúnaðinn. Í flestum tilfellum má jafnvel kaupa auka ábyrgð á tölvubúnað.

Endursala

Advania tekur við gömlum búnaði og gefur inneign upp í nýjan. Gert er við tæki, þau eru yfirfarin og endurbyggð þegar því verður við komið til að lengja endingartíma þeirra og draga úr þörfinni fyrir framleiðslu nýrra vara. Með hjálp góðra samstarfsaðila komum við búnaði í nýtt hlutverk hérlendis sem og erlendis.

Endurvinnsla

Ef ekki er hægt að endurnýta tæki, endurvinna samstarfsaðilar Advania íhluti þeirra og hráefni á umhverfisvænan hátt. Með þessu er hægt að sporna við að gamall búnaður endi í landfyllingum, og tryggja lágmarks umhverfisáhrif.

Njóttu fyrirtaks þjónustu

Við sjáum um allt frá upphafi til enda - frá söfnun búnaðar til endurvinnslu hans.

Styddu við aukna hringrás

Að tryggja gott framhaldslíf tölvubúnaðar dregur úr sóun og eykur verðmætasköpun.

Yfirsýn og einfaldari umsjá með búnaði

Aukið yfirlit yfir hversu mikið magn af tölvubúnaði er í eigu fyrirtækisins hverju sinni.

Tryggðu öryggi gagna

Þegar búnaður fær framhaldslíf eru gögn hreinsuð af búnaði og þeim eytt í ferlinu.

Njóttu fulls gagnsæis og rekjanleika

Við höldum utan um og afhendum þér gögn um vinnslu búnaðar og hvernig hann nýttist áfram.

Þú getur haft áhrif á ferilinn

Þú hefur ákvörðunarrétt um hvað verður um þinn búnað og getur þannig séð til þess að vinnslan sé í samræmi við gildi þíns vinnustaðar.

Hvaða búnaði vilt þú gefa framhaldslíf?

  • Hvaða búnað ertu með?
  • Ástand búnaðar
  • Um fyrirtækið

Advania sérhæfir sig í móttöku búnaðar í magni frá fyrirtækjum. Ef þú vilt skila inn stökum búnaði bendum við á vini okkar hjá Elko.

Er þinn vinnustaður að búa til rafrusl?

Engin tegund af rusli hefur vaxið jafn hratt og rafrusl (e-waste) síðustu misseri og einungis eru um 40% endurunnin innan Evrópusambandsins. Þetta samanstendur raftækjum, íhlutum og efnum notuð til framleiðslu þeirra. Almennilegur frágangur rafrusls verður sífellt flóknari vegna hættulegra efna sem í því er að finna.

Oft eru vinnustaðir óvitandi að búa til rafrusl með því að geyma gamlan búnað í skápum og hirslum. Eða jafnvel með því að fleygja búnaði með öðru sorpi, þar sem hann endar í landfyllingum.

Hverju er hægt að skila inn?

Ástand búnaðarins stjórnar því hvort hann er gjaldgengur. Advania sérhæfir sig í móttöku búnaðar frá fyrirtækjum, en við bendum á vini okkar hjá Elko ef þú ert einstaklingur sem vilt koma gömlum búnaði í verð.

Hvernig tryggir Advania gæði þjónustunnar?

Advania vandar val sitt á vottuðum samstarfsaðilum á grunni sérfræðiþekkingar, orðspors og fylgni við reglugerðir tengdar umhverfismálum og gagnaöryggi. Samstarfsaðilar Advania eru með viðeigandi vottanir og eiga að sýna í verki ábyrga starfshætti á sviði umhverfismála og gagnaöryggis.

Vottaðir samstarfsaðilar fara yfir allan búnað og ákvarða hvort virði sé falið í honum. Inneign er gefin upp í kaup á nýjum búnaði hjá Advania.

Fréttir af Advania og sjálfbærni

Advania hefur skrifað undir að gerast þátttakandi í Global Compact Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Global Compact er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og atvinnulífs um ábyrga starfshætti og stærsta sjálfbærniframtak heims, þar sem fyrirtæki og stofnanir eru hvött til góðra verka í þágu samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi.
Í tilefni af Alþjóðlega rafrusldeginum fengum við Ástu Maach verkefnastjóra sjálfbærni Advania og Braga Gunnlaugsson sérfræðing hjá innviðalausnum Advania í beina útsendingu.
Allt gott þarf að taka enda eins og segir í kvæðinu. En þarf það endilega að eiga við tölvubúnað sem vinnustaðir eru hættir að nota?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Ertu með spurningar varðandi framhaldslíf búnaðar? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.