Fréttir - 5.9.2025 09:00:00

Fullt út úr dyrum á Haustráðstefnu Advania í Hörpu

Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.

Áherslurnar í ár voru á gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun. Yfir 30 fyrirlesarar komu fram á Haustráðstefnunni í ár og gáfu áhorfendum fullt af nýrri þekkingu og alvöru innblástur inn í haustið.

Einnig héldum við fjölda hliðarviðburða með okkar samstarfsaðilum, bæði í Hörpu og í Grósku. Samstarfsaðilar ráðstefnunnar í ár voru Dell Technologies og NVIDIA ásamt Microsoft, Oracle, Nanitor, CISCO og Verkada. Næsta Haustráðstefna Advania fer fram 9.-10. september 2026.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem fangar stemninguna í Hörpu.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.