Fréttir - 5.9.2025 09:00:00

Fullt út úr dyrum á Haustráðstefnu Advania í Hörpu

Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.

Áherslurnar í ár voru á gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun. Yfir 30 fyrirlesarar komu fram á Haustráðstefnunni í ár og gáfu áhorfendum fullt af nýrri þekkingu og alvöru innblástur inn í haustið.

Einnig héldum við fjölda hliðarviðburða með okkar samstarfsaðilum, bæði í Hörpu og í Grósku. Samstarfsaðilar ráðstefnunnar í ár voru Dell Technologies og NVIDIA ásamt Microsoft, Oracle, Nanitor, CISCO og Verkada. Næsta Haustráðstefna Advania fer fram 9.-10. september 2026.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem fangar stemninguna í Hörpu.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.