Nýjasta nýtt - 10.3.2016 12:39:00

Sigurður Sæberg ráðinn til Advania

Advania hefur ráðið Sigurð Sæberg Þorsteinsson til að leiða vörustýringu á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins.

Advania hefur ráðið Sigurð Sæberg Þorsteinsson til að leiða vörustýringu á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins.  

Sigurður starfaði síðast sem sölu- og markaðsstjóri Þekkingar frá árinu 2013. Áður var hann viðskiptastjóri hjá Þekkingu, verkefnastjóri hjá Anza, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Líflands og deildarstjóri flugrekstrarsviðs Air Atlanta á Íslandi. Hann er með B.Sc. í viðskipta- og markaðsfræðum frá Auburn Montgomery háskólanum í Bandaríkjunum. 

„Þróun upplýsingatæknilausna er á blússandi hraðferð, og þá er ég ekki bara að tala um lausnirnar sjálfar heldur einnig hvernig viðskiptavinir nálgast þær. “ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Væntingar neytenda aukast sífellt og því mikilvægt fyrir okkur að vinna stöðugt að því að laga vöru- og þjónustuframboð að kröfum þeirra. Þarna á Sigurður eftir að koma sterkur inn, enda með mikla reynslu úr heimi upplýsingatæknilausna og við fögnum því að fá hann til liðs við okkur.“

„Við stöndum á spennandi tímamótum hvað varðar afhendingu upplýsingatæknilausna“ segir Sigurður, sem hóf störf hjá fyrirtækinu í febrúar. „Advania er einstakt fyrirtæki á Íslandi sem státar af umfangsmiklu safni fjölbreyttra upplýsingatæknilausna og það verður skemmtilegt að koma að áframhaldandi uppbyggingu á vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins.“

Sigurður er kvæntur Tinnu Margréti Rögnvaldsdóttur, starfsmanni Global Quality hjá Actavis, og saman eiga þau þrjú börn.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.