Fréttir - 12.11.2025 20:00:00

Advania er Microsoft samstarfsaðili ársins á Íslandi

Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Advania er með þessu heiðrað ásamt fremstu samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu fyrir framúrskarandi nýsköpun og innleiðingu á lausnum fyrir viðskiptavini, byggðum á Microsoft tækni.

„Við hjá Advania á Íslandi erum einstaklega stolt af því að hljóta titilinn Partner Of The Year hjá Microsoft,“ segir Hólmfríður Rut Einarsdóttir vörustjóri hjá Rekstrarlausnum Advania.

„Þessi viðurkenning staðfestir markvissa vinnu okkar við að nýta Microsoft lausnirnar til að einfalda flóknar áskoranir og tryggja öryggi. Með lausnum á borð við Skjöld, Advania Eyu og Copilot höfum við ekki aðeins stuðlað að nýsköpun, heldur gert hana hluta af daglegu lífi fyrirtækja og stofnana um land allt. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur – skref í átt að sjálfbærni og framtíð sem nýtir gervigreind á öruggan og ábyrgan hátt.“

Microsoft Partner of the Year verðlaunin eru veitt til þeirra samstarfsaðila sem þóttu framúrskarandi á árinu en valið er úr yfir 4.600 tilnefningum frá yfir hundrað löndum. Microsoft hefur nú birt listann yfir verðlaunahafa í heild sinni.

Hólmfríður Rut Einarsdóttir vörustjóri hjá Rekstrarlausnum Advania

Hólmfríður Rut Einarsdóttir vörustjóri hjá Rekstrarlausnum Advania

„Verðlaunahafar ársins 2025 sýna hvað er mögulegt þegar tækni og framtíðarsýn sameinast til að styrkja viðskiptavini um allan heim,“ segir Nicole Dezen, yfirmaður samstarfsaðila og framkvæmdastjóri hjá Microsoft um tilnefningarnar í tilkynningu frá Microsoft. ​

2025 Microsoft Partner of the Year verðlaunin eru tilkynnt í aðdraganda Microsoft Ignite, sem fram fer í San Francisco dagana 18.-21. nóvember næstkomandi. ​Starfsfólk Advania á Íslandi tekur þar við verðlaununum.

Nánar má lesa um verðlaunin á vef Microsoft.

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.