Nýjasta nýtt - 11.11.2016 14:12:00

300 manns á Oracle notendaráðstefnu Advania

Lög um opinber fjármál og áhrif þeirra voru nokkuð til umfjöllunar á ráðstefnunni. Glærur fyrirlesara og myndirnar komnar á vefinn.

Það var margt um manninn á Oracle notendaráðstefnu Advania 2016 þann 11. nóvember síðastliðinn, en þangað mættu um 300 gestir til að hlýða á fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra um allt það sem mestu máli skiptir í heimi Oracle. Ráðstefnugestir fengu jafnframt stutta kennslu í jakkafatajóga og svo steig sjálfur Laddi upp á svið og kitlaði hláturtaugar viðstaddra áður en ráðstefnulokum var fagnað í glæsilegu hófi. 

Lög um opinber fjármál og áhrif þeirra innan Orra voru nokkuð til umfjöllunar á ráðstefnunni í ár, en því til viðbótar voru mörg fjölbreytt erindi í boði:

  • Mindful Leadership, Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík
  • Lög um opinber fjármál (LOF), Ingþór Karl Eiríksson, fjársýslustjóri, Fjársýsla ríkisins
  • Oracle Hyperion Planning and Budgeting Applications, Gevorg Abrahamian, Director, EPM Product Management, Oracle Development
  • Breyttur ríkisreikningur í tengslum við LOF - Þórir Ólafsson, forstöðumaður uppgjörssviðs Fjársýslu ríkisins
  • Breytt verklag í eignahluta Orra vegna LOF - Jóhann Halldórsson, uppgjörssvið Fjársýslu ríkisins
  • Big Data / Open Data - Dr. Þórhildur Hansdóttir Jetzek
  • Tengslanet Orra - Þröstur Þór Fanngeirsson, Advania
  • Rafmagnaðir reikningar - Gestur Traustason, Advania
  • Rýnt í Orra - Albert Ólafsson, Ríkisendurskoðun

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.