Blogg, Microsoft - 22.5.2019 16:10:00

Fimm mikilvægir eiginleikar Microsoft Teams

Fimm mikilvægir eiginleikar Teams sem auka sveigjanleika og veita þægindi í vinnuumhverfi starfsmanna.

Þúsaldarkynslóðin (e. millenials) er sú kynslóð sem hefur gengið í gegnum hraðari tækniframfarir en flestar aðrar kynslóðir og telst því hafa einstaklega jákvætt viðhorf í garð tækni. Þessi kynslóð er mun líklegri, en kynslóðin á undan, til að segja að tækni almennt auðveldi lífið frekar en að gera það erfitt, að tækni færi fólk saman frekar en í sundur. Þessi kynslóð eru lang líklegust til að segja að tækni hjálpi fólki að nýta tíma sinn betur.

Elísabet Erlendsdóttir vörustjóri hjá Advania skrifar: 

Á næsta áratugnum mun þúsaldarkynslóðin taka yfir vinnumarkaðinn og verða um 75% vinnuaflsins. Það er því engin furða að framsæknir stjórnendur fyrirtækja séu að reyna að átta sig á kröfum nútímastarfsmanna um stafrænar umbreytingar ásamt sveigjanlegu en þægilegu vinnuumhverfi.

Hvað er sveigjanlegt og þægilegt vinnuumhverfi? Til dæmis að hafa sveigjanlegan vinnutíma í stað hins hefðbundna 9 til 5 dagvinnutíma. Að geta unnið heiman frá, úr sumarbústaðnum eða í útlöndum í gegnum netið. Einnig að vinnustaður afli viðunandi tölvubúnað og þar með hugbúnaðarlausnir sem nýtast þegar unnið er í fjarvinnu. Þar koma tæknibyltingar eins og skýið til sögunnar. Það er nefnilega mjög þægilegt að geta opnað öll sín verkefni, fundið til gögn og unnið í skjölum í hvaða tæki sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Microsoft Teams er aðlagað að öllum þessum þáttum.

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefni, heldur utan um fundarboð, dagatal, skjölun og stýringu verkefna. Við Teams er svo hægt að tengja önnur forrit, hvort sem þau eru frá Microsoft eða öðrum, og hringja mynd- og hljóðsímtöl.

Fimm mikilvægir eiginleikar Teams sem auka sveigjanleika og veita þægindi í vinnuumhverfi starfsmanna:

#1 Smáforrit í snjalltæki
Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS, Android og Windows Phone snjallsíma og snjalltæki. Við tekur þægilegt viðmót sem hentar snjalltækjum vel. Það er auðvelt að skoða miðlæga svæðið sem hýsir upplýsingar og gögn fyrir öll teymi, byrja samtöl við einstaklinga eða teymi í gegnum spjallsvæðið ásamt því að geta hringt tal- eða myndsímtöl.

#2 Tengir við önnur forrit
Við Teams er hægt að tengja önnur forrit, ýmist frá Microsoft eða öðrum hugbúnaðarframleiðendum. Þannig koma öll þau forrit og lausnir sem þú þarft að nota í þinni daglegu vinnu á einn og sama staðinn. Dæmi um sniðug forrit frá Microsoft til að tengja inn í Teams eru Word, Excel, PowerPoint, Forms og, í persónulegu uppáhaldi hjá greinarhöfundi, OneNote. Frá þriðja aðila er til dæmis hægt að tengja vinsæla skipulagsforritið Trello, SurveyMonkey til að senda út kannanir með einföldum og ódýrum hætti og GitHub sem er leiðandi lausn á heimsvísu ætluð til aðstoðar við hugbúnaðarþróun.

#3 Ókeypis, í skýinu og á íslensku
Microsoft Teams er aðgengilegt án kostnaðar fyrir alla notendur sem eru með tölvupóstfang og hentar því vel einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Fyrir fyrirtæki sem hafa flóknari þarfir mælum við með Microsoft 365 Business leiðinni en þar fylgir Teams með. Þá hefur Teams verið þýtt á íslensku fyrir allar útgáfur af forritinu. Teams sér alfarið um að samstilla sig í gegnum skýið ásamt því að sækja nýjustu uppfærslur hverju sinni. Við mælum svo með að hlaða forritinu niður á tölvuna sem ,,client“ og nýta sér möguleikann á að fá tilkynningar. Þá fer alveg pottþétt ekkert framhjá neinum.

#4 Voice í Teams
Í gegnum Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki. Og nú, með aðstoð Advania í fyrsta sinn á Íslandi, er hægt að hringja talsímtöl í öll íslensk eða erlend símanúmer, óháð því hvort viðtakandinn sé Teams-notandi eða ekki. Þetta er einföld lausn, ódýr í rekstri og Teams-notendur fá þá símkerfi inn í sitt daglega vinnuumhverfi. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni.

#5 Vöruþróun Microsoft eins og hún gerist best
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er óneitanlega leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í hvers kyns tækni- og hugbúnaðarþróun. Það bætist reglulega í vöruframboðið. Með nýjum lausnum fylgja góðar upplýsingar, til dæmis um hvernig sé best að haga innleiðingu, læra á lausnina, lesa um nýjungar og viðhalda þekkingu sinni. Við mælum því með að kíkja á kennsluefni um Teams eða blogg til að lesa um það nýjasta. Að sjálfsögðu er Advania stoltur samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og við bjóðum kennslu og aðstoð við innleiðingu á Microsoft Teams.

Það er engin furða að eitt helsta vinnuverkfæri Advania á Íslandi, þvert á svið, deildir eða teymi, sé Microsoft Teams. Til að kynna þér þetta snilldarforrit enn betur sendu okkur fyrirspurn.


Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.