12.04.2022

60 Microsoft Dynamics sérfræðingar til Advania

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Þóra Tómasdóttir
Fjölmiðlafulltrúi

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Advania-samsteypan hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig viðskiptakerfum Microsoft í skýjinu.

Azzure IT er leiðandi á breskum markaði í þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þar starfa um 60 sérfræðingar sem nú verða hluti af Advania. Markmið kaupanna er að geta boðið viðskiptavinum Advania enn betri þjónustu og ráðgjöf á sviði viðskiptalausna.

Með kaupunum eflist þekking innan raða Advania og með fleiri sérfræðingum getum við veitt viðskiptavinum betri þjónustu.

„Það er gleðilegt að fá svo öflugan liðsauka í sérfræðiteymi Advania á sviði Microsoft Dynamics. Með Azzure IT -viðbótinni verðum við einn stærsti Dynamics Business Central samstarfsaðili í Norður-Evrópu með breytt vöruframboð og mikla sérhæfingu sem nýtist okkar viðskiptavinum,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.