12.04.2022

60 Microsoft Dynamics sérfræðingar til Advania

Þóra Tómasdóttir
Fjölmiðlafulltrúi

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Advania-samsteypan hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig viðskiptakerfum Microsoft í skýjinu.

Azzure IT er leiðandi á breskum markaði í þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þar starfa um 60 sérfræðingar sem nú verða hluti af Advania. Markmið kaupanna er að geta boðið viðskiptavinum Advania enn betri þjónustu og ráðgjöf á sviði viðskiptalausna.

Með kaupunum eflist þekking innan raða Advania og með fleiri sérfræðingum getum við veitt viðskiptavinum betri þjónustu.

„Það er gleðilegt að fá svo öflugan liðsauka í sérfræðiteymi Advania á sviði Microsoft Dynamics. Með Azzure IT -viðbótinni verðum við einn stærsti Dynamics Business Central samstarfsaðili í Norður-Evrópu með breytt vöruframboð og mikla sérhæfingu sem nýtist okkar viðskiptavinum,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania á Íslandi.

Efnisveita

Mímir leitaði til Advania með það verkefni að gera fjarkennslu og fjarfundi starfsfólks einfaldari. Val á búnaði, rétt uppsetning og góð þjónusta skiptir lykilmáli.
Það skiptir máli hvaða tölvubúnaður er valinn og því ætti val á búnaði að vera liður í sjálfbærnivegferð fyrirtækja. Hér eru nokkrar leiðir til að meta hve umhverfisvæn tölvan þín er.
Advania-samsteypan hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu eXspend. Fyrirtækin hafa unnið náið saman undanfarin ár en sameinast nú undir nafni Advania.
Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.
Yealink MeetingBoard – er gagnvirkur teikniskjár með fjarfundarbúnaði fyrir Microsoft Teams.
Hefur þú litið í spegil nýlega? Hefurðu sett þig í spor viðskiptavina þinna og skoðað vefinn þinn með þeirra augum? Hvað blasir við þeim?