Blogg - 2.11.2018 12:26:00

Á rafmagnshjóli í vinnuna

Raad Bestouh ferðast á rafmagnshjóli til og frá vinnu og kemur við í æfingasal Advania eftir hjólatúrinn á morgnanna.

Raad Bestouh ferðast á rafmagnshjóli til og frá vinnu og kemur við í æfingasal Advania eftir hjólatúrinn á morgnanna.

„Ég hjóla nánast daglega yfir sumarmánuðina. Ég bý í Garðabæ og fer um það bil tíu kílómetra vegalengd á hjólinu í vinnuna. Oftast legg ég snemma af stað og er mættur uppúr átta. Þá nota ég tækifærið og fer í æfingasalinn í 10-15 mín, geri nokkrar æfingar eða geng á hlaupabrettinu í smá stund. Í vinnunni er góð búningsaðstaða sem ég nýti mér til að gera mig til fyrir vinnudaginn. Svo fæ ég mér hafragraut hússins áður en ég byrja að vinna klukkan níu. Þetta er mjög góð rútína og mér finnst gott að geta gert þetta allt á sama stað,“ segir Raad.

Hann segist síður vilja hjóla í snjó og hálku á veturna en á sumrin velji hann alltaf hjólið sem fyrsta kost. Ekki alls fyrir löngu keypti hann sér rafmagnshjól í IKEA sem gerir hjólaferðina ögn þægilegri. „Hleðslan dugar í svona tvo daga og ef hún klárast þá hjóla ég bara á gamla mátann. Þetta er mjög sniðugt hjól á sanngjörnu verði. Ég finn hvað hjólreiðarnar gera mér gott, bæði fyrir sál og líkama. Mér líður mjög vel af þessu.“

Helmingur starfsmanna Advania nýtir aðra ferðamáta en einkabíl til og frá vinnu, samkvæmt nýlegri starfsmannakönnun.

Mynd: Raad hjólar í vinnuna á sumrin og kemur við í æfingaaðstöðu Advania áður en hann byrjar vinnudaginn.


Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.