Advania einn aðalstyrktaraðili Smáþjóðaleikanna 2015
Hálft ár í Smáþjóðaleikana. Keppt verður í tíu íþróttagreinum.
Hálft ár í Smáþjóðaleikana. Keppt verður í tíu íþróttagreinum. Lukkudýr leikanna var kynnt til leiks.
Advania er eitt af átta fyrirtækjum sem eru aðalstyrktaraðilar Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi næsta sumar eða frá 1. júní - 6. júní. Þær íþróttagreinar sem keppt verður í eru frjálsar íþróttir, sund, júdó, skotfimi, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, fimleikar og golf.
Advania undirritaði samning við ÍSÍ í dag
Í dag var bæði skrifað undir samning við ÍSÍ og lukkudýr leikanna kynnt til leiks. Nafn lukkudýrsins hefur enn ekki verið valið - en Elísabet markaðsstjóri Advania sagði í dag á kynningarfundi sem haldinn var í Laugarásbíói að nafnið vefðist ekki fyrir henni. Fígúra sem byggir á bergi og loga gæti ekki heitið annað en Logi Bergmann. Það verða þó grunnskólanemar landsins sem fá það skemmtilega verkefni að velja nafnið á lukkudýrið.