Nýjasta nýtt - 02.12.2014

Advania einn aðalstyrktaraðili Smáþjóðaleikanna 2015

Hálft ár í Smáþjóðaleikana. Keppt verður í tíu íþróttagreinum.

Hálft ár í Smáþjóðaleikana. Keppt verður í tíu íþróttagreinum. Lukkudýr leikanna var kynnt til leiks.

Advania er eitt af átta fyrirtækjum sem eru aðalstyrktaraðilar Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi næsta sumar eða frá 1. júní - 6. júní. Þær íþróttagreinar sem keppt verður í eru frjálsar íþróttir, sund, júdó, skotfimi, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, fimleikar og golf. 

Advania undirritaði samning við ÍSÍ í dag

Í dag var bæði skrifað undir samning við ÍSÍ og lukkudýr leikanna kynnt til leiks. Nafn lukkudýrsins hefur enn ekki verið valið - en Elísabet markaðsstjóri Advania sagði í dag á kynningarfundi sem haldinn var í Laugarásbíói að nafnið vefðist ekki fyrir henni. Fígúra sem byggir á bergi og loga gæti ekki heitið annað en Logi Bergmann. Það verða þó grunnskólanemar landsins sem fá það skemmtilega verkefni að velja nafnið á lukkudýrið. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.