Nýjasta nýtt - 7.1.2019 16:22:00

Advania færir út kvíarnar til Finnlands

Advania hefur keypt finnska félagið Vintor sem býður sérhæfðar stafrænar samskiptalausnir. Með kaupunum hefur Advania starfsemi í Finnlandi og styrkir stöðu sína á Norðurlöndum.

Advania hefur keypt finnska félagið Vintor sem býður sérhæfðar stafrænar samskiptalausnir. Með kaupunum hefur Advania starfsemi í Finnlandi og styrkir stöðu sína á Norðurlöndum.

Hjá Vintor starfa 20 sérfræðingar. Meðal viðskiptavina Vintor eru rótgróin alþjóðleg fyrirtæki á borð við Adidas, Securitas, KONE, Konecranes, Kemira og Fazer.

Með kaupunum á Vintor hefst starfsemi Advania í Finnlandi. Advania hyggst bjóða fjölbreytt lausnaúrval sitt þar í landi og stefnir á frekari vöxt.
Vintor hefur þróað samskiptalausnir sem gera fyrirtækjum kleift að eiga skilvirk samskipti við viðskiptavini, birgja eða starfsfólk. Lausnirnar halda utanum samskiptasögu á öllum mögulegum miðlum svo sem á samfélagsmiðlum, vefspjalli og tölvupósti. Lausnaframboð Advania á sviði samskipta og þjónustu verður enn breiðara með kaupunum á Vintor.

„Advania stígur sín fyrstu skref inn á finnskan markað með kaupunum á Vintor og leggur grunn að frekari starfsemi í Finnlandi. Félagið verður því starfandi á öllum Norðurlöndum. Bæði Advania og Vintor hafa á að skipa sérfræðingum á sviði samskiptalausna sem meðal annars eru notaðar í þjónustuverum íslenskra fyrirtækja. Það er því mikill fengur fyrir Advania að fá inn 20 nýja sérfræðinga á sviði samskiptalausna og þjónustuupplifunar,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

„Við sjáum gríðarleg tækifæri í samrunanum við Advania. Fyrirtækið okkar, Vintor, er afar sérhæft og í harðnandi samkeppnisumhverfi njótum við góðs af stærð og styrk Advania. Við hlökkum til að að verða hluti af öflugri heild með breitt þjónustuframboð,“ segir Sami Grönberg forstjóri Vintor.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.