Nýjasta nýtt - 26.3.2018 16:32:00

Advania í liði með Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Advania styrkir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra með ýmiskonar tækniþjónustu og gætir gætir þess að rvel sé staðið að öryggismálum við vinnslu gagna félagsins.

Advania styrkir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra með ýmiskonar tækniþjónustu og gætir gætir þess að vel sé staðið að öryggismálum við vinnslu gagna félagsins.
Styrktarfélagið hefur verið starfandi frá 1952 og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkið félagsins er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, og þá sérstaklega barna. Félagið er með þjónustusamning við ríkið um þá heilbrigðisþjónustu sem þar fer fram. Öll uppbygging á aðstöðu og þróun Æfingastöðvarinnar er í höndum félagsins sem hefur notið velvilja og fjárstuðnings frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum.
Advania hefur um árabil verið samstarfsaðili SLF í upplýsingatækni og tók nýverið ákvörðun um áframhaldandi stuðning við félagið. Stuðningurinn er fólginn í því að SLF mun njóta aðstoðar Advania við sín tæknimál og getur því haldið áfram að einbeita sér að sínu góða starfi í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Advania mun reka og hýsa upplýsingakerfi SLF og færa þau nær nútímanum með uppfærslu í Office 365 skýjalausnina frá Microsoft.

Á myndinni eru þeir Helgi Hinriksson verkefnastjóri rekstrarlausna Advania, Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Sveinn Júlían Sveinsson viðskiptastjóri hjá Advania.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.