Fréttir - 20.12.2021 07:48:00

Advania kaupir norskt öryggisfyrirtæki

Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.


Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.

Painkiller var stofnað í Noregi árið 2019 og þar starfa 19 öryggissérfræðingar.

Helsta forgangsmál Advania er að gæta öryggis viðskiptavina sinna. Þörf fyrir þekkingu á upplýsingaöryggi og vörnum gegn stafrænum ógnum, eykst stöðugt. Painkiller hefur sérhæft sig í úttektum og ráðgjöf í öryggismálum. Þau hafa t.a.m. getið sér gott orð fyrir ráðgjöf á sviði veikleikaprófana.
Með kaupunum og sameiningu við Painkiller er Advania enn betur í stakk búið til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Öflugt starfsfólk Painkiller bætist nú í ört vaxandi teymi sérhæfðra öryggissérfræðinga Advania.

Kaupin styrkja Advania á þeirri braut að verða eftirsóknarverðasti samstarfsaðili fyrirtækja um allt sem viðkemur upplýsingatækni.


Fleiri fréttir

Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Blogg
20.10.2025
Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.
Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.