Nýjasta nýtt - 6.2.2019 11:37:00

Advania öðlast jafnlaunavottun

Advania varð á dögunum fyrsta upplýsingatæknifyrirtækið til að öðlast Jafnlaunavottun. Fyrirtækið uppfyllti allar kröfur sem liggja til grundvallar fyrir vottuninni.

Advania varð á dögunum fyrsta upplýsingatæknifyrirtækið til að öðlast Jafnlaunavottun. Fyrirtækið uppfyllti allar kröfur sem liggja til grundvallar fyrir vottuninni.

Eins og flestir vita þurfa fyrirtækin í landinu að lúta lögum um jafnlaunavottun. Þau eiga að stuðla að jöfnuði í atvinnulífi og kveða niður kynbundinn launamun. Lögin fela í sér að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi staðfestingu á að þau fari eftir jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur ÍST 85-staðalsins.
Fjölmennustu vinnustaðirnir í landinu þurfa að hafa öðlast vottunina fyrstir en smærri fyrirtæki fá aðeins lengri tíma til að aðlagast breyttu lagaumhverfi. Advania sem er með um 650 starfsmenn lauk forvinnunni fyrir árslok 2018 og hlaut jafnlaunavottun á dögunum.

„Við hjá Advania erum stolt af því að hafa öflugt kerfi um okkar launaákvarðanir sem útilokar mismunun og krefst þess að laun séu ákvörðuð með málefnalegum hætti,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

Að sögn Sigrúnar Óskar Jakobsdóttur sérfræðings í mannauðsmálum hjá Advania er jafnlaunakerfið tæki til að verða agaðri í launamálum. „Þó Jafnlaunavottun snúist í daglegu tali um jafnrétti kynjanna þá nær hún yfir svo miklu meira. Jafnlaunakerfið sem nú er búið að votta snýr að því að fyrirtækin útrými áhrifum ómálefnalegra þátta. Kerfið fyrirbyggir að óviðkomandi breytur svo sem kyn, aldur eða kynþáttur hafi áhrif á launamyndun,“ segir Sigrún Ósk. Hún hefur leitt undirbúningsvinnuna fyrir jafnlaunavottunarferlið hjá Advania.
Í þessu podcasti deilir Sigrún hagnýtum ráðum um hvernig best sé að leysa verkefnið sem í upphafi virtist nokkuð viðamikið. Hún segir einnig frá ávinningnum af jafnlaunakerfi fyrir fyrirtæki og starfsfólk.

Advania hefur einnig þróað lausn sem auðveldar fyrirtækjum vinnuna við að útrýma kynbundnum launamun og uppfylla kröfur um launajafnrétti. Lausnin felst í ráðgjöf og hugbúnaði með innri úttektum og launavöktun. Með lausninni geta fyrirtæki verið viss um að uppgötva kynbundnar skekkjur við launaákvarðanir og unnið sér svigrúm til að bregðast við og leiðrétta þær.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.