Nýjasta nýtt - 16.5.2018 10:07:00

Advania ræður Blockchain-sérfræðing

Natan Örn Ólafsson hefur verið ráðinn til Advania til að þróa lausnir sem byggja á blockchain-tækni. Hann mun einnig veita ráðgjöf til viðskiptavina Advania sem hafa áhuga á að nýta sér tæknina.

Natan Örn Ólafsson hefur verið ráðinn til Advania til að þróa lausnir sem byggja á blockchain-tækni. Hann mun einnig veita ráðgjöf til viðskiptavina Advania sem hafa áhuga á að nýta sér tæknina.

Blockchain eða gagnakeðja er tæknin sem viðskipti með rafmyntir byggir á. Þó rafmyntirnar séu umdeildar er tæknin sem viðskiptin byggja á afar snjöll og er sú nýja tækni sem mest var fjárfest í í heiminum í fyrra. Advania hefur ákveðið að stíga af fullum þunga inn á þennan nýja vettvang tækniframfara.

„Við hjá Advania höfum trú á að ómæld tækifæri felist í blockchain-tækninni og við ætlum að vera leiðandi í að aðstoða fyrirtæki og hið opinbera á Íslandi við að þróa lausnir sem byggja á þessari tækni. Ráðning Natans er liður í þeirri sókn,“ segir Heiðar Karlsson forstöðumaður viðskiptaþróunar Advania.

„Með blockchain-tækninni er verið að búa til umhverfi þar sem hægt er að stunda örugg viðskipti án milliliða. Blockchain mun verða hið nýja burðarlag sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta nýtt í viðskiptum. Segja má að þetta séu svipuð tímamót og þegar internetið var að fæðast. Það er mjög spennandi að taka þátt í þessari þróun ,“ segir Natan. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum Reykjavík og starfaði hjá Arion banka í tæp sex ár við fram- og bakendaforritun.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.