Nýjasta nýtt - 21.8.2019 09:26:00

Advania stækkar

Advania hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu Itello. Með kaupunum styrkir Advania markaðshlutdeild sína í Noregi og eykur umsvif sín í opinbera geiranum þar í landi. Advania hyggur á frekari vöxt og sameiningar á Norðurlöndum.

Advania hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu Itello. Með kaupunum styrkir Advania markaðshlutdeild sína í Noregi og eykur umsvif sín í opinbera geiranum þar í landi. Advania hyggur á frekari vöxt og sameiningar á Norðurlöndum.

Itello var stofnað árið 2007 og hefur sérhæft sig í rekstrarþjónustu og sölu á vélbúnaði. Fyrirtækið hefur vaxið ört á tólf árum og er stærsti hluti teknanna vegna þjónustu við opinberar stofnanir og sveitarfélög í Noregi. Stofnendurnir þrír starfa enn hjá félaginu og bætast nú í starfslið Advania ásamt öðrum 16 starfsmönnum Itello.

Advania í Noregi hefur hingað til lagt höfuðáherslu á viðskiptalausnir. Í fyrra var tekin ákvörðun um að breikka þjónustuframboð fyrirtækisins og bjóða rekstrarþjónustu, eftir góðan árangur Advania á Norðurlöndunum á því sviði. Kaupin á Itello eru liður í þessari stefnu fyrirtækisins. Með kaupunum mun velta Advania í Noregi aukast verulega, velta félagsins var 2 milljarðar ISK á árinu 2018 en með kaupunum verður velta félagsins 9 milljarðar ISK.

Advania er orðið eitt stærsta þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni á Norðurlöndum.
„Kaupin á Itello eru önnur kaup Advania í Noregi á innan við ári. Með þeim eykst markaðshlutdeild okkar í Noregi og gerir okkur kleift að verða enn betri samstarfsaðili í upplýsingatækni. Frekari kaup og sameiningar eru fyrirhugaðar á Norðurlöndunum,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

„Vegferð okkar hjá Itello hefur verið spennandi en nú hlökkum við til að verða hluti af norrænni samstæðu. Lausnaframboð okkar breikkar, fagþekking eykst og við verðum betur í stakk búin til að veita samkeppni á markaði,“ segir Ole Anders Wilsko Jenssen forstjóri Itello.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.